„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 07:32 Ísak Snær Þorvaldsson leikur með Breiðabliki í sumar, á láni frá Rosenborg. vísir/diego Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri | Jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
Ísak kom aftur til Breiðabliks í vor á láni frá norska stórliðinu Rosenborg. Hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Blika þegar þeir unnu Fylkismenn, 0-3, í Bestu deildinni á sunnudaginn. Albert gaf Ísaki ekki háa einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum. „Hann er langt frá því að vera klár. Hann var held ég fimm sinnum rangstæður í fyrri hálfleik. Hann er í engu standi,“ sagði Albert í Stúkunni er talið barst að breiddinni í leikmannahópi Breiðabliks, miðað við hin liðin sem búist er við því að verði í toppbaráttunni. „Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans. Hann hefur verið að koma af bekknum ásamt Patrik Johannesen sem er að koma aftur eftir meiðsli. Þegar maður ber þetta saman við hin liðin eiga þeir svolítið í land.“ Albert fór yfir nokkur atvik með Ísaki úr leiknum í Árbænum. „Hérna sjáum við Ísak, hröð sókn en hann er bara á einhverju joggi þarna. Hann var í algjöru rugli í þessum leik. Við vorum að tala um Jón Guðna [Fjóluson, leikmann Víkings] og standið á honum, við erum búin að tala um Kyle McLagan [leikmann Fram], einn besti leikmaður mótsins. Hann er búinn að vera með slitið krossband. Jón Guðni er búinn að vera frá í tvö og hálft ár. Ísak spilaði landsleik í janúar,“ sagði Albert. „Hann er á einhverju rölti inn í teiginn. Ef við förum svo yfir það hvað hann gerði með boltann; hann átti ekki möguleika að komast framhjá mönnum. Hann var langt frá því að vera klár í að spila þennan leik. Ef maður ber Breiðablik saman við Víking og Val og þeir ætla að berjast um eitthvað verða Ísak og Patrik að koma inn. Þeir eru svolítið að bíða eftir sínum tólfta, þrettánda manni til að ögra fyrstu ellefu. Svo er Kristófer [Ingi Kristinsson] alltaf meiddur.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Ísak Albert furðaði sig á því af hverju Ísak væri ekki í betra líkamlegu formi. „Mér finnst nánast til skammar að þú komir úr atvinnumennsku eins og hann er að koma. Fyrir tveimur árum, þegar hann var að birta mynd af sér berum að ofan og tala um að hann væri í toppstandi þegar hann kom fyrst til Breiðabliks, þá held ég að þú [Lárus Orri Sigurðsson] hafir sagt að þetta væri lágmarkskrafa. Þetta er bara ein ástæða fyrir því að hann er kominn aftur til Íslands. Ef þú getur ekki séð betur um þig þegar þú lendir í meiðslum heldur en þetta áttu ekkert heima í atvinnumennsku,“ sagði Albert. Umræðuna um Ísak má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri | Jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Falldraugurinn bankar upp á hjá ÍA Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira