Liðin hafa unnið báða heimaleiki sína til þessa í einvíginu en úrslitaleikurinn fer fram á heimavelli Grindavíkur í Smáranum í Kópavogi.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Keflvíkingar misstu sinn besta leikmann strax í fyrsta leik þegar Remy Martin sleit hásin en hefur tekist að vega upp fjarveru hans með tveimur heimasigrum. Þeir eiga aftur á móti eftir að vinna Grindvíkinga á útivelli í einvíginu.
Grindavík hefur unnið leikina í Smáranum í einvíginu með samtals 33 stigum eða 16,5 stigum að meðaltali í leik. Grindvíkingar hafa unnið alla fjóra heimaleiki sína í úrslitakeppninni.
Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir tölfræði þeirra leikmanna í einvíginu sem hafa skilað hæstu framlagi til sinna liða. Grindvíkingar eiga þrjá efstu leikmennina í einvíginu þegar kemur að framlagi til síns liðs og enn fremur fjóra af fyrstu fimm.
Dedrick Basile og Deandre Kane eru efstir og jafnir þegar kemur að því að skila hæstu framlagi til síns liðs en liðsfélagi þeirra Daniel Mortensen er síðan þriðji og ekki langt á eftir þeim.
- Efstu menn í ákveðnum tölfræðiþáttum:
- Stig í leik: Dedrick Basile, Grindavík (21,5)
- Fráköst í leik: Deandre Kane, Grindavík (7,0)
- Stoðsendingar í leik: Sigurður Pétursson, Keflavík (5,0)
- Skotnýting: Julio De Asisse, Grindavík (56%, 20 af 36)
- Þristar: Dedrick Basile, Grindavík (16)
- Þriggja stiga skotnýting: Jaka Brodnik, Keflavík (57%, 8 af 14)
- Víti fengin: Deandre Kane, Grindavík (18)
- Vítanýting: Jaka Brodnik, Keflavík (100%, 14 af 14)
- Stolnir boltar: Urban Oman, Keflavík (11)
- Varin skot: Daniel Mortensen, Grindavík (10)
- Fiskaðar villur: Deandre Kane, Grindavík (17)
- Sóknarfráköst: Deandre Kane, Grindavík (13)
- Varnarfráköst: Ólafur Ólafsson og Julio De Asisse, Grindavík (20)
- Tapaðir: Halldór Garðar Hermannsson og Sigurður Pétursson, Keflavík (13)
- Villur fengnar: Halldór Garðar, Keflavík og Dedrick Basile, Grindavík (15)
- Mínútur spilaðar í leik: Dedrick Basile, Grindavík (33,0)
Hæsta framlag leikmanna í einvíginu:

1. Dedrick Basile, Grindavík 21,3 framlagsstig í leik
Stig í leik: 21,5
Fráköst í leik: 5,3
Stoðsendingar í leik: 4,8
Skotnýting: 48%
Þristar: 16
Þriggja stiga skotnýting: 46%
Víti fengin: 8
Vítanýting: 50%
Hæsta framlag: 24 í leik tvö

1. Deandre Kane, Grindavík 21,3 framlagsstig í leik
Stig í leik: 20,8
Fráköst í leik: 7,0
Stoðsendingar í leik: 3,0
Skotnýting: 49%
Þristar: 6
Þriggja stiga skotnýting: 26%
Víti fengin: 18
Vítanýting: 83%
Hæsta framlag: 29 í leik eitt

3. Daniel Mortensen, Grindavík 21,0 framlagsstig í leik
Stig í leik: 15,5
Fráköst í leik: 6,8
Stoðsendingar í leik: 2,5
Skotnýting: 48%
Þristar: 9
Þriggja stiga skotnýting: 41%
Víti fengin: 7
Vítanýting: 100%
Hæsta framlag: 26 í leik þrjú

4. Jaka Brodnik, Keflavík 17,5 framlagsstig í leik
Stig í leik: 19,5
Fráköst í leik: 3,5
Stoðsendingar í leik: 1,8
Skotnýting: 54%
Þristar: 8
Þriggja stiga skotnýting: 57%
Víti fengin: 14
Vítanýting: 100%
Hæsta framlag: 24 í leik fjögur

5. Julio De Asisse, Grindavík 17,0 framlagsstig í leik
Stig í leik: 13,5
Fráköst í leik: 6,3
Stoðsendingar í leik: 1,3
Skotnýting: 56%
Þristar: 4
Þriggja stiga skotnýting: 40%
Víti fengin: 14
Vítanýting: 71%
Hæsta framlag: 24 í leik þrjú

6. Urban Oman, Keflavík 16,5 framlagsstig í leik
Stig í leik: 9,0
Fráköst í leik: 5,8
Stoðsendingar í leik: 2,5
Skotnýting: 38%
Þristar: 4
Þriggja stiga skotnýting: 33%
Víti fengin: 17
Vítanýting: 94%
Hæsta framlag: 20 í leik tvö og fjögur

7. Sigurður Pétursson, Keflavík 14,8 framlagsstig í leik
Stig í leik: 11,3
Fráköst í leik: 5,8
Stoðsendingar í leik: 5,0
Skotnýting: 43%
Þristar: 6
Þriggja stiga skotnýting: 46%
Víti fengin: 8
Vítanýting: 63%
Hæsta framlag: 29 í leik fjögur

8. Marek Dolezaj, Keflavík 14,0 framlagsstig í leik
Stig í leik: 11,0
Fráköst í leik: 5,5
Stoðsendingar í leik: 2,3
Skotnýting: 49%
Þristar: 6
Þriggja stiga skotnýting: 35%
Víti fengin: 8
Vítanýting: 50%
Hæsta framlag: 21 í leik tvö