Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2024 08:00 Einar Bragi átti viðburðarríka viku í meira lagi. Vísir/Einar Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Einar Bragi er uppalinn í HK en hefur síðan 2022 verið leikmaður FH sem er komið í úrslit Íslandsmótsins. Hann er 21 árs gamall og hefur farið mikinn með FH-ingum en hann sinnir handboltanum samhliða ýmsu öðru, þar á meðal er hann húsvörður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ hvar fréttamaður hitti á Einar að störfum. Þegar meiðsli komu upp í íslenska landsliðshópnum í síðasta verkefni fékk hann kallið í A-landsliðið í fyrsta sinn, fyrir umspilsleiki við Eistland. En hvernig var að klæðast bláu treyjunni? „Tilfinningin var æðisleg. Gríðarlegur heiður og frábært að fá að taka þátt í þessu verkefni. Auðvitað voru þetta leikir um að fá að taka þátt í HM. Það er talsverð reynsla fólgin í þessu og mjög gaman,“ segir Einar Bragi. En kom á á óvart að fá kallið? „Nei, það kom mér ekki á óvart. Þó svo það hafi auðvitað mikið gengið á og nokkrir dottið út, þá er maður klár þegar kallið kemur.“ Fyrsta skrefið í háum stiga Þegar leið á vikuna komu næstu stórfréttir. Einar Bragi er á leið út í atvinnumennsku og flytur til Kristianstad í Svíþjóð í sumar. „Mér líður mjög vel með það. Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref. Ég fann það þegar þetta kom á borðið að þetta væri eitthvað sem mig langaði til. Þeir sóttust mikið eftir því að fá mig og ég var mjög ánægður með það,“ segir Einar Bragi. Einhver önnur lið höfðu áhuga en honum líst vel á verkefnið í Kristianstad. „Eftir að hafa melt þetta var það frekar að velja klúbbinn en deildina. Eins og menn sem fylgjast með handbolta vita þá er gæðamunurinn ekkert gígantískur á íslensku deildinni og sænsku. Þetta er atvinnumannaklúbbur, það er það sem maður leitar í. Maður þarf bara verkfærið og svo vinnur maður úr því,“ segir Einar Bragi. Þetta sé skref upp á við en fleiri skref séu fram undan. „Algjörlega. Þó svo að ég sé með fulla einbeitingu núna á FH, svo er þetta, þá er fókusinn þar en það er bara eitt í einu,“ segir Einar Bragi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski handboltinn Landslið karla í handbolta Olís-deild karla FH Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira