„Sá að þeim leið aldrei illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 11:01 Valskonur fagna hér einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á móti Tindastól. Vísir/Anton Brink Bestu mörkin ræddu þann ávana Íslandsmeistaranna af Hlíðarenda að lenda alltaf undir í sínum leikjum. Það hefur þó ekki komið að sök, að minnsta kosti ekki hingað til. Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira
Valskonur byrja titilvörnina vel stigalega enda með fullt hús eftir fimm leiki. Það hefur aftur á móti verið smá ströggl á liðinu í leikjum og oftar en ekki hefur liðið lent undir snemma leiks. Það gerðist nú þriðju umferðina í röð í leiknum á móti Tindastól í fimmtu umferð Bestu deildarinnar en í öll þrjú skiptin þá komu Valskonur öflugar til baka. Að þessu sinni unnu þær leikinn 3-1. „Það hefði verið gaman að sjá Stólana ná kannski tveimur mörkum inn og sjá hvernig Valur myndi bregðast við því. Valsstelpum finnst ekkert óþægilegt að fá á sig mark,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Klippa: Bestu mörkin: Valskonur lenda aftur og aftur 1-0 undir Valsliðið lenti 1-0 undir á móti Víkingi, Keflavík og Tindastól en svaraði með sjö mörkum á móti Víkingi, tveimur mörkum á móti Keflavík og þremur mörkum á móti Tindastól. „Ég ætla ekki að fara segja það hérna, eins og algjör Valsari, að það sé styrkleikamerki að fá á sig mark. En eins og Fanndís segir; að þurfa að fá á sig mark og vinna út úr því,“ sagði Mist Edvarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um þessa þróun mála hjá Valsliðinu. „Það var ekkert panikk eða neitt svoleiðis. Þetta er bara orðin svona vél sem þarf að fá að malla í gang. Mér fannst það líka í síðasta leik á móti Keflavík þegar þær fá líka á sig mark,“ sagði Mist. „Það var týpískur Valsleikur í Keflavík, bara svona hark og grind. Í þessum leik þá fannst manni vera pínu hökt á þeim áfram, áframhaldandi hökt inn í leikinn,“ sagði Mist en Valsliðið vann sig inn í leikinn og skoraði þrjú mörk. „Þegar líður á, þegar þær ná að komast í boltann og ná upp spilinu. Maður sá að þeim leið aldrei illa. Þær þurftu að finna taktinn aðeins og finna hverja aðra í fætur og þá fór þetta að ganga,“ sagði Mist. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Sjá meira