Mamatou Touré er formaður malíska knattspyrnusambandsins og meðlimur framkvæmdanefndarinnar sem fundar í Bangkok þessi dægrin. Touré situr í fangelsi og hefur verið kærður í heimalandinu fyrir fjárdrátt.
FIFA heimilaði Touré að mæta á fundinn þrátt fyrir að sitja undir ásökunum um að draga að sér almenningsfé. Hann situr í fangelsi í Bamako, höfuðborg Malí, og bíður réttarhalda.
Margir ráku upp stór augu þegar einn gesta ráðstefnunnar lét sjá sig gegnum myndbandsbúnað, sitjandi í fangaklefa. Samkvæmt frétt The Times um málið var búist við því að Touré myndi hringja sig inn af sjúkrahúsi en ekki úr fangelsi.
Þó voru stjórnarmenn hjá FIFA fullkomnlega meðvitaðir um ákærur á hendur Touré en hann var malísk stjórnvöld kærðu hann í ágúst í fyrra. Um mánuði síðar var hann endurkjörinn sem forseti malíska knattspyrnusambandsins með 61 atkvæði gegn einu, en hann var eini aðilinn í framboði.
Touré er einnig meðlimur í framkvæmdanefnd Afríska knattspyrnusambandsins, CAF, en forseti þess sambands hefur barist gegn kærum á hendur malíska formanninum. Malíska knattspyrnusambandið segir kæruna drifna áfram af pólitískum andstæðingum Touré og Patrice Motsepe, forseti CAF, segir afríska sambandið vera í stanslausum samskiptum við yfirvöld í Malí í von um að losa Touré úr fangelsi.