Færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna vatnslagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 12:32 Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu. Vísir/Egill Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni. Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að þegar hættustigi hafi verið lýst yfir 29. nóvember 2023 hafi umfang tjóns ekki legið fyrir en við skoðun hafi komið í ljós verulegar skemmdir á um þrjú hundruð metra kafla lagnarinnar. „Hætta er á að lögnin fari í sundur með þeim afleiðingum að rof verður á afhendingu vatns til Vestmannaeyja, til lengri tíma. Unnið hefur verið að margvíslegum mótvægisaðgerðum, bæði til að styrkja vatnslögnina og efla viðbragðsgetu til að halda hitaveitu gangandi þótt lögnin fari í sundur. Bakbein þess viðbragðs eru fjórar RO vélar (Reverse Osmosis Water Filtration System) sem gera kleift að vinna neysluhæft vatn úr jarðsjó sem yrði dælt inn á dreifikerfi HS Veitna. Umræddar vélar, ein hver, eru í eigu Vinnslustöðvarinnar hf., Ísfélagsins hf., Laxey ehf., og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbragðsáætlanir þar sem aðgerðastjórn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum stýrir aðgerðum og viðbragði, m.a. um flutning drykkjarvatns til Vestmannaeyja, að tryggja órofna starfsemi mikilvægra innviða auk stuðnings við viðkvæma hópa. Bæjarstjórn Vestmannaeyja, í góðri samvinnu við samstarfs- og hagaðila, vinna áfram að framtíðarlausn og afhendingaröryggi á flutningi vatns til Vestmannaeyja,“ segir í tilkynningunni.
Almannavarnir Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Tengdar fréttir Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00 Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. 1. febrúar 2024 09:00
Vestmannaeyjabær hafi ekki axlað ábyrgð og leysi til sín vatnsveituna HS Veitur hafa óskað eftir að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Eyjum. Fyrirtækið hefur ítrekað lagt áherslu á að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni sem eigandi og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar sem því fylgir að koma lögninni í nothæft ástand eftir að að lögnin skemmdist á síðasta ári. Þetta hafi sveitarfélagið ekki gert og telur HS Veitur rekstrarforsendur nú brostnar. 31. janúar 2024 08:18