Bjarni ætlar að geta Katrínar í formálanum Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 15:04 Bjarni fullvissaði Ingu um að Katrínar yrði getið í formálanum. vísir/vilhelm Tekist var á um bók sem forsætisráðuneytið í samstarfi við Forlagið hyggst gefa út um fjallkonuna á þingi í dag. Inga Sæland spurði hvort til stæði að rífa formálann úr í hvert skipti sem nýr forsætisráðherra sest í stólinn? Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins kvaddi sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum og beindi máli sínu að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Ingu lék forvitni á að vita meira um það sem Vísir greindi frá, er varðar förgun bókarinnar en þegar Katrín Jakobsdóttir söðlaði um og fór í forsetaframboð var hún búin að ganga frá inngangi bókargjafar til þjóðarinnar í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins. Inga sagði bókina hugarfóstur Katrínar og hún velti fyrir sér, í ljósi þeirra frétta að 30 þúsund eintökum hafi verið fleygt, vegna þess að Bjarna þætti ekki við hæfi að Katrín væri skráð fyrir inngangi bókarinnar. „Hvaða gjörningur er hér á ferðinni,“ spurði Inga. Hvaða skilaboð eru þetta út í samfélagið þegar ljóst er að hér eiga margir vart til hnífs og skeiðar. Er það svona sem mönnum finnst eðlilegt að gengið sé um eigur almennings? Og hvort það þyrfti þá ekki að rífa innganginn úr þegar nýr forsætisráðherra settist í stólinn? Það verður 17. júní um land allt Bjarni svaraði því svo til að framundan væri 80 ára afmæli lýðveldisins og tilefni til hátíðarhalda og fögnuðar um land allt. Af hálfu stjórnarinnar hafi ýmislegt verið undirbúið. Það verður 17. júní um land allt; á Þingvöllum, á Hrafnseyri, sérstök lýðveldiskaka verði snædd um land allt, kórastarf verði eflt og gengið um þjóðlendur. Bjarni vísaði til vefsins lydveldi.is til frekari upplýsingar. Og svo væri það þessi bók. Bjarni sagðist hafa verið hrifinn af hugmyndinni og vel til fundið að gefa út bók um fjallkonuna, sem við tengjum þjóðhátíðardeginum. Það rit standi til að gefa út og geti allir sem áhuga hafa á nálgast. Inga Sæland sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti veg og vanda að bókinni og það væri fáránleg sóun að farga upplaginu bara svo Bjarni gæti skrifað sig fyrir honum.vísir/vilhelm Bjarni sagði jafnframt að það hafi þótt rangt að á útgáfudegi bókarinnar að segja að forsætisráðherra, sem þá væri farin, væri skrifuð fyrir formálanum. „Þetta er ekki stór ákvörðun heldur þykir leiða af eðli málsins.“ Bjarni harmaði kostnaðaraukann en verkið í heild sinni væri enn innan kostnaðaráætlana. Katrín fjallkonan sem hefur veg og vanda af útgáfunni Inga var ekki tilbúin að sleppa honum svo létt og sagði þetta stórkostlegt svar hjá forsætisráðherra. „Ég fékk að heyra allt um undirbúninginn og fagnaðarlætin sem verða um land allt.“ Hún sagði Katrínu þá fjallkonu sem ætti hugmyndina að þessu riti og eðlilegt væri að hún skrifaði formálann. Hvers vegna hefði verið talin ástæða til að rífa hann úr svo sá sem nú situr geti skrifað formála? Gjöf til almennings sem almenningur borgi reyndar sjálfur fyrir. Bjarni ítrekaði að honum þætti miður ef af þessu hlytist aukinn kostnaður. En bókin verði gefin út. Hann hafi rætt málið við Katrínu og hann gæti upplýst, ef það gæti orðið til einhverrar hugarróar, að þau hafi verið sammála um að ekki væri eðlilegt að hún væri skrifuð fyrir formála löngu eftir að hún hafi lokið leik. En hann muni að sjálfsögðu geta aðkomu hennar í formálanum og þess að hún hafi haft veg og vanda af útgáfunni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Forsetakosningar 2024 Bókaútgáfa Tengdar fréttir „Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“ Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. 15. maí 2024 10:08