Innlent

Skipuð að­stoðar­lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Kristín Pálsdóttir.
Margrét Kristín Pálsdóttir. Stjr

Dómsmálaráðherra hefur skipað Margréti Kristínu Pálsdóttur í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá og með 17. maí 2024, til fimm ára.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en Margrét Kristín hefur starfað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem settur aðstoðarlögreglustjóri síðan í byrjun árs 2024.

„Margrét Kristín lauk ML námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og hafði áður lokið B.A. gráðu frá sama skóla árið 2011. Hún hefur starfað sem yfirlögfræðingur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá desember 2020 og sviðsstjóri Stjórnsýslu- og þjónustusviðs samhliða stöðu yfirlögfræðings frá janúar 2021. Hún var settur aðstoðarríkislögreglustjóri frá janúar til mars árið 2020 og settur aðstoðarlögreglustjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá ágúst til desember 2020. Áður var hún lögfræðingur og staðgengill sviðsstjóra/deildarstjóra Landamæradeildar ríkislögreglustjóra á árunum 2019 til 2020 og lögfræðingur á skrifstofu almanna- og réttaröryggis í dómsmálaráðuneytinu á árunum 2012 til 2020,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×