Gríðarleg fjölgun á dvalarleyfum til Víetnama á grundvelli sérfræðiþekkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2024 09:27 Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á Quang Le, sem grunaður er um mansal. Vísir/Vilhelm Árið 2023 fengu 115 Víetnamar dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Um er að ræða umtalsverða fjölgun frá fyrri árum og langstærsta hópinn sem fékk dvalarleyfi á þessum forsendum. Árið 2022 fékk 51 Víetnami dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar og 24 árið 2021. Indverjar eru næst stærsti hópurinn en 54 Indverjar fengu dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar árið 2023, 61 árið 2022 og 57 árið 2021. Heildarfjöldi dvalarleyfa á grundvelli sérfræðiþekkingar var 358 árið 2023, 268 árið 2022 og 211 árið 2021. Aukninguna milli áranna 2022 og 2023 má að stærstum hluta rekja til aukins fjölda dvalarleyfa til handa Víetnömum. Ofangreindar tölur er að finna í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á hendur Quang Le, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, en hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Eftir að málið komst upp hafa einstaklingar frá Víetnam lýst því að hafa greitt Quang Le milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Víetnam Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Árið 2022 fékk 51 Víetnami dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar og 24 árið 2021. Indverjar eru næst stærsti hópurinn en 54 Indverjar fengu dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar árið 2023, 61 árið 2022 og 57 árið 2021. Heildarfjöldi dvalarleyfa á grundvelli sérfræðiþekkingar var 358 árið 2023, 268 árið 2022 og 211 árið 2021. Aukninguna milli áranna 2022 og 2023 má að stærstum hluta rekja til aukins fjölda dvalarleyfa til handa Víetnömum. Ofangreindar tölur er að finna í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Friðriks Friðrikssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um umsóknir um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli sérfræðiþekkingar. Tölurnar vekja athygli í ljósi rannsóknar lögreglu á hendur Quang Le, sem einnig er þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, en hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Eftir að málið komst upp hafa einstaklingar frá Víetnam lýst því að hafa greitt Quang Le milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu.
Víetnam Mansal Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira