Hafa ekki sést saman í sjö vikur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2024 11:23 Ben Affleck og Jennifer Lopez í New York þann 30. mars. Síðan hafa þau ekki sést saman. MEGA/GC Images) Bandarísku ofurhjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur, eða því sem nemur rúmlega fimmtíu dögum. Þetta hefur ekki verið til þess að kveða niður þrálátan orðróm um að það stefni í skilnað. Í umfjöllun bandarískra slúðurmiðla hafa síðustu daga birst myndir af Jennifer Lopez á opinberum vettvangi, án eiginmannsins. Hún er nú stödd í Los Angeles en hafði áður mætt ein á einn stærsta viðburð ársins, Met Gala. Þá var hún ekki með leikaranum þegar hann mætti til að grilla Tom Brady í vinsælum Netflix þætti. Síðast sáust þau saman í New York snæða hádegismat saman fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan á páskum í mars. Í umfjöllun bandarískra slúðurmiðla er fullyrt að Ben sé fluttur út af heimili þeirra hjóna. Hann vilji einbeita sér að vinnu og gefa krökkunum sínum meiri tíma. Er haft eftir ónefndum heimildarmönnum, sem sagðir eru nánir hjónunum, að það hafi reynt mikið á hjónabandið að Jennifer hafi ákveðið að segja frá sambandinu í heimildarmynd um hana á Amazon Prime sem ber nafnið The Greatest Love Story Never Told. Affleck er sagður hafa verið mótfallinn því að hún segði frá sambandinu og deildi ástarbréfum þeirra á milli með samstarfsfólki. Af og á í yfir tuttugu ár Ljóst er að ef satt reynist munu margir syrgja samband hjónanna sem hafa stungið saman nefjum með hléum í meira en tuttugu ár. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 þegar þau léku saman í rómantísku gamanmyndinni Gigli. Affleck fór á hnén og þau trúlofuðu sig en hættu svo saman árið 2004. Síðan þá voru þau með öðru fólki, giftu sig, eignuðust börn og allt þess á milli. Það var svo í maí árið 2021 þar sem sögusagnir fóru á kreik um að ofurstjörnurnar væru farnar að stinga saman nefjum á ný, sem kom á daginn að reyndist vera rétt. Þau giftu sig sumarið 2022 en nú virðist vera sem babb sé komið í bátinn. Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í umfjöllun bandarískra slúðurmiðla hafa síðustu daga birst myndir af Jennifer Lopez á opinberum vettvangi, án eiginmannsins. Hún er nú stödd í Los Angeles en hafði áður mætt ein á einn stærsta viðburð ársins, Met Gala. Þá var hún ekki með leikaranum þegar hann mætti til að grilla Tom Brady í vinsælum Netflix þætti. Síðast sáust þau saman í New York snæða hádegismat saman fyrir rúmlega tveimur mánuðum síðan á páskum í mars. Í umfjöllun bandarískra slúðurmiðla er fullyrt að Ben sé fluttur út af heimili þeirra hjóna. Hann vilji einbeita sér að vinnu og gefa krökkunum sínum meiri tíma. Er haft eftir ónefndum heimildarmönnum, sem sagðir eru nánir hjónunum, að það hafi reynt mikið á hjónabandið að Jennifer hafi ákveðið að segja frá sambandinu í heimildarmynd um hana á Amazon Prime sem ber nafnið The Greatest Love Story Never Told. Affleck er sagður hafa verið mótfallinn því að hún segði frá sambandinu og deildi ástarbréfum þeirra á milli með samstarfsfólki. Af og á í yfir tuttugu ár Ljóst er að ef satt reynist munu margir syrgja samband hjónanna sem hafa stungið saman nefjum með hléum í meira en tuttugu ár. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2002 þegar þau léku saman í rómantísku gamanmyndinni Gigli. Affleck fór á hnén og þau trúlofuðu sig en hættu svo saman árið 2004. Síðan þá voru þau með öðru fólki, giftu sig, eignuðust börn og allt þess á milli. Það var svo í maí árið 2021 þar sem sögusagnir fóru á kreik um að ofurstjörnurnar væru farnar að stinga saman nefjum á ný, sem kom á daginn að reyndist vera rétt. Þau giftu sig sumarið 2022 en nú virðist vera sem babb sé komið í bátinn.
Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47