Fordæma brottvísun mansalsþolenda og vilja nýja stefnu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. maí 2024 11:59 Anna Lúðvíksdóttir, til vinstri, er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty og Guðrún Hafsteinsdótttir, til hægri, er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm og Einar Íslandsdeild Amnesty International fordæmir brottvísanir íslenskra stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem eru mansalsþolendur og hvetur stjórnvöld til að endurskoða stefnu sína er varðar umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru þolendur mansals. Vinna er hafin í dómsmálaráðuneytinu við nýja aðgerðaráætlun um mansal. Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins. Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Íslandsdeild Amnesty segir að þau harmi „þá ómannúðlegu og vanvirðandi meðferð stjórnvalda á þeim viðkvæma og sérstaka hópi umsækjenda sem sviptur var frelsi sínu og þvingaður var úr landi aðfaranótt 14. maí síðastliðinn“. Um er að ræða þrjár nígerískar konur sem allar höfðu lýst því að vera þolendur mansals. Konunum var flogið til Frankfurt þar sem þær sameinuðust stærri aðgerð á vegum Frontex og var flogið þaðan til Lagos í Nígeríu. Íslandsdeild Amnesty hvetur yfirvöld í yfirlýsingu sinni til að endurskoða „harðneskjulega stefnu sína varðandi brottvísanir þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sbr. Mansalsfórnarlömb“. Þá kalla samtökin eftir því að stjórnvöld uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem þau gengust sjálf undir með því að fullgilda alþjóðlega samninga eins og Istanbúlsamninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, Evrópuráðssamninginn um aðgerðir gegn mansali, Kvennasamning Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í þessum samningum sé skýrt kveðið á um að aðildarríki skuli gera „nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfnast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kringumstæðum vera sendar úr landi til nokkurs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pyntingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Vinna að nýrri aðgerðaáætlun hafin Á Íslandi er í gildi aðgerðaráætlun um mansal frá árinu 2019. Í áætluninni er ekki minnst á hælisleitendur eða umsækjendur um alþjóðlega vernd en nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA, sem kom út í október á síðasta ári, kom fram að íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þá sagði einnig að meiri áherslu ætti að leggja á að bera kennsl á mögulega þolendur mansals í hópi hælisleitenda og tryggja að einstaklingum í slíkri stöðu væri ekki vísað aftur til landa þar sem þau ættu á hættu að verða þolendur mansals á ný. Dómsmálaráðherra sagði eftir að úttektin var birt að það ætti að hefja undirbúning að nýrri aðgerðaáætlun. Samkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu var í febrúar á þessu ári settur á laggirnar nýr stýrihópur innan stjórnarráðsins. Auk dómsmálaráðuneytis eiga sæti í hópnum fulltrúar frá forsætisráðuneyti, mennta- og barnamálaráðuneyti og félags- og vinnumálaráðuneyti. „Vinna við nýja aðgerðaráætlunina er hafin og minnisblað hefur verið lagt fyrir ráðherra um það hvernig ætlunin er að vinna verkefnið áfram,“ segir í svari ráðuneytisins.
Mansal Félagasamtök Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Jafnréttismál Nígería Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fékk ekki að kveðja eiginmanninn fyrir flugið til Nígeríu Seint í gær var fjórum nígerískum ríkisborgurum vísað úr landi. Einn þeirra var hinn tvítugi Precious Felix Tanimola. Hann hefur verið á Íslandi í um tvö ár, var með atvinnuleyfi og er giftur íslenskri konu. Eiginkona hans segir brottvísun hans mikið áfall. 14. maí 2024 20:58
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent