Varfærnisleg fagnaðarlæti Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 17. maí 2024 14:30 Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun