Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Olympiacos 30-26 | Einum leik frá Evróputitli Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 20:00 Valsmenn fara með fjögurra marka forskot til Grikklands. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn eru með fjögurra marka forystu í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur gegn gríska liðinu Olympiacos í kvöld, 30-26. Eðli málsins samkvæmt var taugaóstyrkur í báðum liðum þar sem það var hellingur undir í N1-höllinni. Gestirnir frá Grikklandi gerðu fyrstu tvö mörkin og það tók Val fimm mínútur að komast á blað en þá jafnaði Valur og eftir það skiptust liðin á mörkum. Róbert Aron Hostert í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Fyrsta korterið í fyrri hálfleik var Valur að fá afar lítið út úr uppstilltum sóknarleik. Heimamenn nýttu hraðaupphlaupin og seinni bylgjuna vel eins og þeir eru þekktir fyrir. Fimm af fyrstu átta mörkum Vals komu úr hraðaupphlaupi eða seinni bylgju. Staðan var jöfn 8-8 eftir fyrsta korterið. Liðin héldu áfram að skiptast á mörkum eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14. Markaskorun Vals dreifðist á átta leikmenn í fyrri hálfleik. Andri Finnsson skoraði 3 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri spilaðist fyrstu mínúturnar en síðan komst Valshraðlestin á teinana. Björgvin Páll Gústavsson fór að verja í markinu og það fór allt að ganga betur hjá heimamönnum sem komust þremur mörkum yfir í fyrsta skipti í leiknum 21-18. Valsmenn spiluðu síðustu átta mínúturnar virkilega vel. Heimamenn voru vel meðvitaðir um það að hvert mark skipti máli í þessu einvígi og Valur vann síðustu átta mínúturnar 6-2. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Vals 30-24. Valur - Olympiacos Evrópukeppni karla EHF sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skot leiksins en skot hans fór í innanverða stöngina og í bakið á Björgvin Páli [Að hans sögn] og út. Hvert mark skiptir máli í þessu einvígi og það var frábært fyrir Val að vinna með fjórum mörkum. Stjörnur og skúrkar Benedikt Gunnar Óskarsson var stjarnan í dag. Benedikt fór á kostum og var markahæstur með tíu mörk. Á kafla skoraði Benedikt fimm af sex mörkum Vals. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði illa en vann sig vel inn í leikinn og gott betur en það. Björgvin varði 19 skot og endaði með 42 prósent markvörslu. Í stöðunni 24-24 voru leikmenn Olympiacos klaufar. Gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á síðustu átta mínútunum og Savvas Savvas er meðal leikmanna sem flokkast sem skúrkar en hann átti skot í stöngina í síðustu sókninni. Dómararnir komu frá PóllandiVísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómararnir voru Pólverjarnir Jerlecki Jakub og Labun Maciej. Dómararnir voru nokkuð sanngjarnir og það hallaði ekki á eitt lið þrátt fyrir að það komu nokkrir sérstakir dómar. Björgvin Páll Gústavsson var stálheppinn að sleppa við tveggja mínútna brottvísun þegar hann var ekki sáttur með einn dóminn og henti sér í gólfið með tilþrifum og sýndi mikla ástríðu. Dómararnir fá 6 í einkunn. Stemning og umgjörð Þegar að þú býrð til flotta umgjörð þá mætir fólk á leikinn og Valsmenn eru með meistaragráðu í þeim fræðum. Þvílíkur dagur sem áhorfendur fengu í Valsheimilinu. Fyrir VIP gesti mætti Anton Rúnarsson, aðstoðarþjálfari Vals, og fór yfir leikinn ásamt því mætti Mulningsvélin fræga sem tók þátt í evrópukeppni árið 1980. Rjóminn ofan á kökuna var síðan korteri fyrir leik þegar að vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir Patrik Atlason tróð upp inni í salnum. Hér má sjá glitta í Valsmerkið á miðjunni í N1-höllinniVísir/Pawel Cieslikiewicz Sá sem átti hugmyndina á að setja Valsmerkið í miðja höllina merkt EHF European cup final 2024 á mikið hrós skilið því þetta leit ekkert eðlilega vel út. Minnti á úrslitaeinvígið í NBA-deildinni en þar er þetta þekkt stef. „Við erum að fara út til þess að vinna aftur“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, skoraði 10 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, var afar ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. „Við spiluðum geggjaða vörn í seinni hálfleik og náðum að minnka töpuðu boltana í seinni hálfleik og við spiluðum ógeðslega vel í dag,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og að mati Benedikts átti Valur mikið inni. „Mér fannst við vera að tapa of mikið af boltum og gera mistök sem voru að kosta okkur. Við náðum að laga það í seinni hálfleik og það var geðveikt.“ Benedikt var markahæstur með 10 mörk og var mjög ánægður með síðari hálfleik liðsins þar sem honum leið mjög vel. „Mér leið ógeðslega vel í dag í þessu húsi með allt þetta fólk vini mína og fjölskyldu. Við fengum húsið með okkur í seinni hálfleik og þá small þetta.“ Benedikt skoraði síðasta mark leiksins og var ánægður með að skot Savvas Savvas hafi endaði í stönginni. „Það var ljúft þar sem ég hélt að boltinn væri inni hjá þeim í lokin en það var geðveikt að sjá hann ekki inni.“ „Við erum að fara út til þess að vinna aftur annars er maður að verja eitthvað sem er ekki gott,“ sagði Benedikt Gunnar að lokum. EHF-bikarinn Valur
Valsmenn eru með fjögurra marka forystu í úrslitaeinvígi Evrópubikars karla í handbolta eftir sigur gegn gríska liðinu Olympiacos í kvöld, 30-26. Eðli málsins samkvæmt var taugaóstyrkur í báðum liðum þar sem það var hellingur undir í N1-höllinni. Gestirnir frá Grikklandi gerðu fyrstu tvö mörkin og það tók Val fimm mínútur að komast á blað en þá jafnaði Valur og eftir það skiptust liðin á mörkum. Róbert Aron Hostert í leik dagsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Fyrsta korterið í fyrri hálfleik var Valur að fá afar lítið út úr uppstilltum sóknarleik. Heimamenn nýttu hraðaupphlaupin og seinni bylgjuna vel eins og þeir eru þekktir fyrir. Fimm af fyrstu átta mörkum Vals komu úr hraðaupphlaupi eða seinni bylgju. Staðan var jöfn 8-8 eftir fyrsta korterið. Liðin héldu áfram að skiptast á mörkum eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14. Markaskorun Vals dreifðist á átta leikmenn í fyrri hálfleik. Andri Finnsson skoraði 3 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri spilaðist fyrstu mínúturnar en síðan komst Valshraðlestin á teinana. Björgvin Páll Gústavsson fór að verja í markinu og það fór allt að ganga betur hjá heimamönnum sem komust þremur mörkum yfir í fyrsta skipti í leiknum 21-18. Valsmenn spiluðu síðustu átta mínúturnar virkilega vel. Heimamenn voru vel meðvitaðir um það að hvert mark skipti máli í þessu einvígi og Valur vann síðustu átta mínúturnar 6-2. Leikurinn endaði með fjögurra marka sigri Vals 30-24. Valur - Olympiacos Evrópukeppni karla EHF sumar 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skot leiksins en skot hans fór í innanverða stöngina og í bakið á Björgvin Páli [Að hans sögn] og út. Hvert mark skiptir máli í þessu einvígi og það var frábært fyrir Val að vinna með fjórum mörkum. Stjörnur og skúrkar Benedikt Gunnar Óskarsson var stjarnan í dag. Benedikt fór á kostum og var markahæstur með tíu mörk. Á kafla skoraði Benedikt fimm af sex mörkum Vals. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði illa en vann sig vel inn í leikinn og gott betur en það. Björgvin varði 19 skot og endaði með 42 prósent markvörslu. Í stöðunni 24-24 voru leikmenn Olympiacos klaufar. Gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á síðustu átta mínútunum og Savvas Savvas er meðal leikmanna sem flokkast sem skúrkar en hann átti skot í stöngina í síðustu sókninni. Dómararnir komu frá PóllandiVísir/Pawel Cieslikiewicz Dómararnir Dómararnir voru Pólverjarnir Jerlecki Jakub og Labun Maciej. Dómararnir voru nokkuð sanngjarnir og það hallaði ekki á eitt lið þrátt fyrir að það komu nokkrir sérstakir dómar. Björgvin Páll Gústavsson var stálheppinn að sleppa við tveggja mínútna brottvísun þegar hann var ekki sáttur með einn dóminn og henti sér í gólfið með tilþrifum og sýndi mikla ástríðu. Dómararnir fá 6 í einkunn. Stemning og umgjörð Þegar að þú býrð til flotta umgjörð þá mætir fólk á leikinn og Valsmenn eru með meistaragráðu í þeim fræðum. Þvílíkur dagur sem áhorfendur fengu í Valsheimilinu. Fyrir VIP gesti mætti Anton Rúnarsson, aðstoðarþjálfari Vals, og fór yfir leikinn ásamt því mætti Mulningsvélin fræga sem tók þátt í evrópukeppni árið 1980. Rjóminn ofan á kökuna var síðan korteri fyrir leik þegar að vinsælasti tónlistarmaður landsins um þessar mundir Patrik Atlason tróð upp inni í salnum. Hér má sjá glitta í Valsmerkið á miðjunni í N1-höllinniVísir/Pawel Cieslikiewicz Sá sem átti hugmyndina á að setja Valsmerkið í miðja höllina merkt EHF European cup final 2024 á mikið hrós skilið því þetta leit ekkert eðlilega vel út. Minnti á úrslitaeinvígið í NBA-deildinni en þar er þetta þekkt stef. „Við erum að fara út til þess að vinna aftur“ Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, skoraði 10 mörk í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, var afar ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. „Við spiluðum geggjaða vörn í seinni hálfleik og náðum að minnka töpuðu boltana í seinni hálfleik og við spiluðum ógeðslega vel í dag,“ sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og að mati Benedikts átti Valur mikið inni. „Mér fannst við vera að tapa of mikið af boltum og gera mistök sem voru að kosta okkur. Við náðum að laga það í seinni hálfleik og það var geðveikt.“ Benedikt var markahæstur með 10 mörk og var mjög ánægður með síðari hálfleik liðsins þar sem honum leið mjög vel. „Mér leið ógeðslega vel í dag í þessu húsi með allt þetta fólk vini mína og fjölskyldu. Við fengum húsið með okkur í seinni hálfleik og þá small þetta.“ Benedikt skoraði síðasta mark leiksins og var ánægður með að skot Savvas Savvas hafi endaði í stönginni. „Það var ljúft þar sem ég hélt að boltinn væri inni hjá þeim í lokin en það var geðveikt að sjá hann ekki inni.“ „Við erum að fara út til þess að vinna aftur annars er maður að verja eitthvað sem er ekki gott,“ sagði Benedikt Gunnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti