Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Ástþór Magnússon skrifar 17. maí 2024 17:30 Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun