„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 07:01 Óskar Bjarni stýrir Valsliði í úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Hann hafði áður farið með liðið í undanúrslit árið 2017. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram. „Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“ Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira