Ákall til framtíðar: Nám í félagsráðgjöf! Steinunn Bergmann skrifar 19. maí 2024 07:00 Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Nám í félagsráðgjöf er fimm ára háskólanám sem skiptist í þriggja ára BA nám og tveggja ára MA nám. BA námið byggir á fjölbreyttum námskeiðum meðal annars um áföll og þroska, fjölskyldur, fátækt, ofbeldi, úrræði velferðarkerfsins, fjölmenningu, fötlun, samfélagið, stjórnkerfi og löggjöf um velferðar- og fjölskyldumál. Þetta eru námskeið sem búa nemendur undir að vinna með fólki. Nemendur sem ljúka BA námi í félagsráðjgöf hafa verið eftirsóttir starfskraftar í velferðarkerfinu en flest kjósa að halda áfram námi, ýmist til starfsréttinda í félagsráðgjöf eða á öðrum sviðum. Í starfsréttindanáminu felst stór hluti námsins í starfsþjálfun utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Félagsráðgjafar geta að loknu MA námi sótt um starfsleyfi í félagsráðgjöf til Embættis Landlæknis og leyfi til að reka heilbrigðisþjónustu. Þá er mögulegt að stunda doktorsnám við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auk þess er boðið upp á margvíslegar diplomalínur í framhaldsnámi svo sem í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, farsæld barna og öldrunarþjónustu. Mikilvægi félagsráðgjafar Félagsráðgjafar vinna með einstaklingum, fjölskyldum, hópum og samfélögum sem eru að glíma við sálfélagslegan vanda og vilja gera breytingar á stöðu sinni sér í hag. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum í vinnu sinni. Þeir hitta fyrir í sínum daglegu störfum þau sem standa höllum fæti og sæta jaðarsetningu, því gegna þeir mikilvægu málsvarahlutverki fyrir þau sem eiga erfitt með að tala sínu máli. Stærsti hópur félagsráðgjafa starfar innan félagsþjónustu sveitarfélaga, til dæmis við barnavernd og farsæld barna og þeim fjölgar sem starfa innan grunnskóla. Stór hópur starfar hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, innan heilsugæslu og á fjölmörgum öðrum stofnunum ríkisins, til dæmis fangelsismálastofnun. Félagsráðgjafar starfa við endurhæfingu hjá ýmsum stofnunum og það er aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hjá hinum ýmsu félagasamtökum sem koma að velferðarmálum. Einnig eru margir félagsráðgjafar að bjóða upp á þjónustu á einkareknum stofum. Félagsráðgjafar eru ein af lykilstéttum þegar náttúru vá steðjar að, til að tryggja velferð viðkvæmra hópa og alls almennings, ekki síst þegar rýma þarf vegna jarðskjálfta, eldgosa eða flóða. Það er ekki bara aukin eftirspurn eftir félagsráðgjöfum hér á landi því félagsráðgjöf er sú faggrein sem er í hröðustum vexti um allan heim og tölfræði margra landa bendir til frekari vaxtar. Í Bandaríkjunum er áætlaður 16% vöxtur í félagsráðgjöf á tímabilinu 2016 til 2026 þrátt fyrir niðurskurð á tímabili Trump stjórnarinnar. Gögn sýna fram á að fjárfesting í velferðarþjónustu hefur jákvæð áhrif á efnahag þjóða. Þegar félagsráðgjafar eru virkir í samfélaginu þá hefur það jákvæð áhrif á afbrotatíðni, heilbrigðistölfræði, mætingar í skóla og atvinnu (Rory Truell, 2. júlí 2018 – the Guardian). Ísland hefur líkt og hin Norðurlöndin verið í fararbroddi í þróun velferðarþjónustu og eru mörg lönd sem líta til þeirra sem fyrirmyndarríkja á því sviði. Að lokum Félagsráðgjöf er vaxandi fag hér á landi og virði félagsráðgjafarmenntunar mikilvægt fyrir samfélagið. Félagsráðgjafar vinna að velferð viðkvæmra hópa og standa vörð um mannréttindi. Þeir eru málsvarar og benda á leiðir til úrbóta. Ég hvet ungt fólk sem nú íhugar hvaða háskólanám það ætlar að velja að kynna sér vel nám í félagsráðgjöf. Fagið er nú í hraðri endurnýjun og þarf öflugt fólk til að takast á við framtíðaráskoranir. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar