Há laun og dýr bjór séu vandamál ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 21:00 Arnar Sigurðsson er stofnandi og eigandi Santé. Vísir/Ívar Fannar Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölu um samdrátt í hagnaði verslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður, sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði. Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar. Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar.
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira