Dallas lenti sautján stigum undir í 3. leikhluta en kom til baka og lokakafli leiksins var gríðarlega spennandi.
Chet Holmgren kom OKC yfir, 115-116, þegar tuttugu sekúndur voru eftir. Dallas fór í sókn og Shai Gilgeous-Alexander braut á P.J. Washington í þriggja stiga skoti þegar tvær og hálf sekúnda voru eftir.
Washington hitti úr fyrstu tveimur vítaskotunum en brenndi viljandi af því þriðja og OKC náði einungis neyðarskoti sem geigaði.
The @dallasmavs erased a 17-point second half deficit to take Game 6 and advance to their 2nd Western Conference Finals in the last 3 years!
— NBA (@NBA) May 19, 2024
Dallas will face the winner of Minnesota/Denver starting Wednesday, May 22 🍿#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/27AUAVY9QF
Luka Doncic var með þrefalda tvennu í liði Dallas, þriðja leikinn í röð. Slóveninn skoraði 29 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Derrick Jones og Kyrie Irving skoruðu 22 stig hvor og Dereck Lively kom með tólf stig og fimmtán fráköst af bekknum.
Luka Doncic puts up his 3rd consecutive triple-double to help the @dallasmavs erase a 17-point deficit and advance to the Western Conference Finals!
— NBA (@NBA) May 19, 2024
29 PTS | 10 REB | 10 AST | 4 3PM | 60.0 FG%#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/AZzhGgAZJK
Gilgeous-Alexander skoraði 36 stig fyrir Oklahoma, Jalen Williams 22 og Holmgren 21.
Dallas mætir annað hvort Denver Nuggets eða Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildarinnar. Liðin mætast í oddaleik í nótt.