Þetta gerðist í lokaumferðinni í enska | City meistari og Jóhann Berg kvaddi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2024 17:15 Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley í dag. getty/Nathan Stirk Alls voru 37 mörk skoruð í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Manchester City tryggði sér titilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn á síðustu sjö árum. Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Allir tíu leikirnir hófust á sama tíma, klukkan 15:00, og voru í beinni lýsingu hér á Vísi. Hana má nálgast neðst í fréttinni. Phil Foden skoraði tvö mörk þegar City sigraði West Ham United, 3-1, og tryggði sér titilinn. Rodri var einnig á skotskónum fyrir City en Mohammed Kudus skoraði mark West Ham með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Hamrarnir enduðu í 9. sæti. David Moyes stýrði þeim í síðasta sinn í dag. Arsenal gerði sitt og vann Everton, 2-1. Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir en mörk frá Takehiro Tomiyasu og Kai Havertz tryggðu Arsenal sigurinn. Skytturnar enduðu í 2. sæti annað árið í röð en Everton varð að gera sér 15. sætið að góðu. Jürgen Klopp stýrði Liverpool í 491. og síðasta sinn þegar Liverpool bar sigurorð af Wolves, 2-0. Alexis Mac Allister og Jarrell Quansah skoruðu mörk Liverpool sem endaði í 3. sæti. Nelson Semedo var rekinn út af hjá Wolves sem lenti í 14. sæti. Manchester United vann 0-2 útisigur á Brighton. Diogo Dalot og Rasmus Højlund skoruðu mörk Rauðu djöflanna sem enduðu í 8. sæti og hafa ekki endað neðar í 34 ár. Roberto De Zerbi stýrði Brighton í síðasta sinn í dag en liðið lenti í 9. sæti. Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik fyrir Burnley er liðið tapaði fyrir Nottingham Forest, 1-2. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik. Chris Wood skoraði bæði mörk Forest en Josh Cullen mark Burnley sem endaði í 19. sæti og féll. Forest lenti í 17. sæti og hélt sér uppi. Eftir erfitt gengi að undanförnu tryggði Tottenham sér 5. sæti deildarinnar með því að vinna fallið botnlið Sheffield United, 0-3. Dejan Kulusevski skoraði tvö mörk og Pedro Porro eitt. Moses Caicedo skoraði frá miðju þegar Chelsea vann Bournemouth, 2-1. Þetta var fimmti sigur Chelsea í röð en liðið endaði í 6. sæti. Raheem Sterling var einnig á skotskónum fyrir Chelsea en mark Bournemouth var sjálfsmark Benoits Badiashile. Bournemouth endaði í 12. sæti. Newcastle vann 2-4 sigur á Brentford og lenti í 7. sæti. Harvey Barnes, Jacob Murphy, Alexander Isak og Bruno Guimaraes skoruðu mörk Skjóranna. Vitaly Janelt og Yoane Wissa voru á skotskónum hjá Brentford sem endaði í 16. sæti. Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu þegar Crystal Palace rústaði Aston Villa, 5-0. Eberechi Eze skoraði tvö mörk fyrir Palace sem endaði í 10. sæti eftir frábæran endasprett á tímabilinu. Strákarnir hans Olivers Glasner unnu sex af síðustu sjö leikjum sínum á tímabilinu. Villa endaði í 4. sætinu og leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Raúl Jiménez skoraði tvívegis þegar Fulham lagði Luton Town að velli, 2-4. Amad Traoe og Harry Wilson skoruðu einnig fyrir Fulham sem endaði í 13. sæti. Carlton Morris (víti) og Alfie Doughty skoruðu fyrir Luton sem lenti í 18. sæti og féll.
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira