„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 22:46 Gunnar Magnússon öskrar sína menn áfram á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. „Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Sjá meira
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn