Spilaði á móti Caitlin Clark og Paige Bueckers í háskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:40 Elisa Pinzan og Daniela Wallen eru atvinnumennirnir í Keflavíkurliðinu. Vísir/Hulda Margrét Elisa Pinzan átti mjög flottan leik þegar Keflavíkurkonur komust í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira