„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2024 21:01 Kristinn Hrafnsson var viðstaddur réttarhöldin í dag og lýsti andrúmsloftinu í salnum sem rafmögnuðu. Chris J Ratcliffe/Getty Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“ Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent