Stefnir í spennandi og sögulegar forsetakosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2024 11:40 Ólafur Þ. Harðarson fer yfir niðurstöður könnunar Maskínu hinn 8. apríl þegar staðan var töluvert önnur en hún er samkvæmt nýjustu könnunum. Stöð 2/Arnar Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fylgi forsetaframbjóðenda að öllum líkindum verða á hreyfingu allt fram á kjördag og því útlit fyrir spennandi kosningar. Fylgi þriggja efstu frambjóðenda væri mjög jafnt og líklegt að forseti verði í fyrsta skipti kjörinn með innan við fjórðungi atkvæða. Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Átján kannanir hafa verið birtar frá 8. apríl um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Prósent birti þá nýjustu fyrir Morgunblaðið í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir mælist í fyrsta sinn með mesta fylgið í könnunum fyrirtækisins, með 22,1 prósent. Kannanir hafa sýnt að framistaða frambjóðenda í kapparæðum geta haft töluverð áhrif á fylgi þeirra frá degi til dags. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir er ekki langt undan með 19,7 prósent en tapar 6,3 prósentustigum frá síðustu könnun Prósents. Baldur Þórhallsson mælist með 18,2 prósent, Halla Tómasdóttir með 16,2, Jón Gnarr 13,4 prósent og Arnar Þór Jónsson með sex prósent. Aðrir eru með um eða undir einu prósenti. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir fylgið greinilega enn á mikilli hreyfingu. Búast megi við hreyfingum alveg fram á kjördag. „Það er auðvitað athylivert að Katrín er efst í fyrsta skipti hjá Prósent. En það sem vekur þó mesta athygli er hversu jafnt fylgið dreifist milli efstu frambjóðendanna. Þrír efstu frambjóðendurnir eru allir með í kringum tuttugu present,“ segir Ólafur. Ekki væri marktækur munur á Katrínu, Höllu Hrund og Baldri og Halla Tómasdóttir væri ekki langt undan. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að næsti forseti verði kjörinn með sögulega litlu fylgi.Stöð 2/Einar „Þannig að ef þessi könnun gengi eftir myndi það gerast í fyrsta skipti að forseti Íslands yrði kjörinn með innan við tuttugu og fimm prósent atkvæða,” segir Ólafur sem farið hefur fyrir kosningarannsóknum á Íslandi í áratugi. Vigdís Finnbogadóttir hefði í hennar fyrstu kosningum náð kjöri með 33 prósentum, Ólafur Ragnar Grímsson með 41 prósenti og Guðni Th. Jóhannesson með 39 prósentum. Ólafur segir greinilegt á könnunum að kjósendum lítist vel á þrjá til fjóra efstu frambjóðendur. Margir hefðu hins vegar hefðu átt von á að Katrín fengi meira fylgi. „Og mér sýnist öll gögn benda til þess að ástæðan fyrir því að hún er ekki hærri einfaldlega vera að margir kjósendur, einkanlega á vinstri vængnum, vilja ekki að hún verði forseti. Vegna þess að þeim líkar illa hennar þátttaka í stjórnmálum síðustu átta árin og núverandi ríkisstjórnarsamstarf,“ segir háskólaprófessorinn fyrrverandi. Þótt aðeins um tíu prósent væru óákveðnir í könnunum væri ekki hægt að túlka kannanir þannig að 90 prósent væru búin að ákveða sig endanlega. Fólk væri einungis að nefna þann sem því þætti líklegastur á því augnabliki sem spurt væri. „En við vitum frá eldri könnunum og kosningum að mjög margir þeirra munu skipta um skoðun fram á kjördag.“ Þannig að miðað við það erum við að fara að horfa upp á mjög spennandi kosningakvöld? „Miðað við þetta verður feiki spennandi kosningakvöld og úrslitin enn þá algerlega óráðin,” segir Ólafur Þ. Harðarson.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27 Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26 Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lífleg og skrautleg kosningabarátta að mati forsætisráðherra Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið lífleg og á köflum skrautleg, að dómi Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra. Hann segist hafa tilfinningu fyrir hvern hann ætli að kjósa en vill ekki gefa það upp til að gera kosningarnar ekki enn pólitískari en ella. 17. maí 2024 19:27
Baldur vinsælasta plan B Baldur Þórhallsson er sá frambjóðandi sem flestir myndu kjósa í forsetakosningunum ef sá frambjóðandi sem aðspurðir segjast ætla að kjósa, væri ekki í framboði. 17. maí 2024 08:26
Helmingi dræmari kjörsókn nú en í síðustu forsetakosningum Mun færri hafa kosið utan kjörfundar fyrstu tíu dagana fyrir forsetakosningarnar nú en í forsetakosningunum 2020. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir aðsóknina hafa tekið kipp í gær og reiknað væri með að tæplega 45 þúsund muni kjósa utan kjörfundar á höguðborgarsvæðinu fram að kosningum. 14. maí 2024 12:24
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent