„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. maí 2024 22:27 Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. „Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum. FH Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
„Ég var gríðarlega ánægður með að við héldum plani og það var eitthvað sem við klikkuðum á í síðasta leik,“ sagði Einar Bragi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Mér fannst þetta fara af stað eins og hver annar leikur í úrslitakeppninni. Það var spilað fast en það var enginn að fara á taugum þar sem við vorum með Ásbjörn [Friðriksson] á miðjunni og það var mikil ró þar.“ FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik og Einar Bragi var ánægður með hvernig liðið lærði af síðasta leik. „Við lærðum af síðasta leik þar sem við vorum líka yfir í hálfleik. Við vorum rólegir, fórum í skipulagið og söfnuðum orku.“ Í seinni hálfleik kom kafli þar sem FH-ingar skoruðu ekki mark í tæplega tíu mínútur á meðan Afturelding skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir. „Það er mjög góð spurning og ég man eiginlega ekkert eftir því. Eina sem ég man að Aron Pálmarsson kom síðan inn á eftir þennan kafla og þá fór þetta aftur að ganga. Ætli það hafi ekki bara verið að hann hafi ekki verið inn á.“ Bæði lið létu finna fyrir sér og leikmenn beggja liða sýndu mikla hörku. Aðspurður hvort Mosfellingar hafi verið of fastir fyrir sagði Einar Bragi það af og frá. „Nei, ég elska þetta og þeir mega vera fastari næst og fara ennþá fastar í mig. Maður nærist á þessu drasli.“ Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Aftureldingar, tók Einar Braga niður sem lenti á auglýsingaskilti en Einar var afar ánægður með að hafa unnið boltann. „Þetta var unninn bolti, djöfull elska ég það og hann lá þarna alveg eins og einhver tuska sem var frábært.“ Einar Bragi var afar ánægður með hvernig FH spilaði síðustu mínúturnar eftir að staðan var jöfn 25-25 og þá gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð. „Það mæðir mikið á Þorsteini [Leó Gunnarssyni] mig minnir að hann hafi sett boltann í stöngina og klikkaði síðan á dauðafæri. Hann verður þreyttur á sunnudaginn og hann verður þreyttur í þeim leikjum sem hann á eftir. Ef Afturelding ætlar bara að treysta á hann þá verður þetta erfitt fyrir þá.“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé þegar tvær sekúndur voru eftir og FH var marki yfir. Stuðningsmenn Aftureldingar voru mjög ósáttir enda leikurinn gott sem búinn. Aðspurður hvort þetta hafi verið óvirðing var Einar Bragi ekki á því máli. „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef bara gaman af þessu og þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu,“ sagði Einar Bragi léttur að lokum.
FH Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti