De Bruyne orðaður við nýtt félag í MLS Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 11:01 De Bruyne hefur sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikmönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Mike Hewitt/Getty Images Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu. The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira