Kaupsamningum fjölgar en mikið ójafnvægi á leigumarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 06:50 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði um 29 prósent frá fyrra ári og hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði hækkaði í öllum landshlutum í mars. Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira