Svaraði engu um Affleck Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 09:23 Simu Liu meðleikari Jennifer Lopez og leikstjóri myndarinnar Atlas, Brad Petyon. EPA-EFE/ISAAC ESQUIVEL Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024 Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er uppi þrálátur orðrómur um að Jennifer Lopez og Ben Affleck séu skilin. Þau hafa ekki sést saman opinberlega í sjö vikur eða rúma fimmtíu daga. Affleck er þessa dagana í Kaliforníu en Lopez í Mexíkó. Þau giftu sig árið 2022 eftir endurnýjuð kynni en þau voru par fyrir rúmlega tuttugu árum síðan. „Er það satt að þú og Ben Affleck séuð skilin? Þessi orðrómur? Hver er sannleikurinn?“ spurði blaðamaðurinn leik- og söngkonuna á blaðamannafundi þar sem hún var stödd ásamt öðrum leikurum myndarinnar. Í umfjöllun People kemur fram að þögn hafi slegið á salinn. Meðleikari Lopez í myndinni, Simu Liu, var að sögn miðilsins fljótur að bregðast við og slaufaði fundinum um leið og spurningin var borin upp. „Ókei, við erum að fara þangað. Takk kærlega fyrir komuna, við erum þakklát, takk fyrir,“ sagði Liu. Í umfjöllun People er því lýst þannig að Jennifer Lopez hafi á þessum tímapunkti hallað sér fram og gefið blaðamanninum illt auga. „Þú veist betur en þetta,“ sagði hún svo. Liu bætti við að Jen hefði framleitt myndina og að það væri ástæða þess að hann væri þarna. Lopez kvaddi svo salinn á spænsku. #JenniferLopez es cuestionada por su divorico en su visita a México para el estreno de #Atlas y #SimuLiu la defiende con una gran respuesta. 👏#JLo #AtlasEnMX pic.twitter.com/r2VX3XsXwi— Glamour Mex y Latam (@GlamourMex) May 23, 2024
Bíó og sjónvarp Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira