Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 13:52 Gerður Sigtryggsdóttir oddviti segir ákvörðunina lið í sparnaði. Vísir/Samsett Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. „Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum. Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
„Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum.
Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent