Tónleikum Nicki Minaj aflýst vegna fíkniefnahandtöku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. maí 2024 10:07 Flugvallarlögreglan í Amsterdam handtók hana eftir að hafa fundið kannabis í töskunum hennar. AP/Charles Sykes Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri. Það var þó ekki fyrr en eftir nokkurra tíma dvöl í hollenskum fangaklefa sem olli því að henni tókst ekki að komast til Manchester í tæka tíð til að halda tónleikana. Tónleikarnir áttu samkvæmt áætlun að hefjast klukkan hálftíu í gærkvöldi að staðartíma í tónleikahöllinni Co-op Live. Um tuttugu þúsund aðdáendur voru staddir í höllinni, sem er jafnframt sú stærsta á Bretlandi, þegar tilkynnt var um aflýsingu tónleikanna. Tónleikagestir létu óánægju sína í ljós með miklu púi, að sögn Guardian. Hún biður aðdáendur sína innilega og hjartanlega afsökunar í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum X. Thank you to everyone who prayed for me today. May God cover you & all that is connected to you. May you be blessed beyond your imagination. Barbz, I’m @ the stock exchange hotel in #Manchester I arrived a little over an hour ago.After sitting in a jail cell for 5-6 hours, my…— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) May 26, 2024 „Þeim lukkaðist áætlun sín að leyfa mér ekki að koma fram í kvöld,“ skrifar stjarnan án þess að taka fram hvern hún er að ásaka um gjörninginn beinum orðum. „Ég bið ykkur innilega og hjartanlega afsökunar. Þeir vissu nákvæmlega hvernig þeir gætu meitt mig í dag en þetta líður hjá, eins og allt annað,“ skrifar hún þá. Hún segir að tónleikunum sem áttu að fara fram í gær verði fundin ný dagsetning og lofaði miðahöfum „aukabónus“ vegna atviksins. Tónlist Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það var þó ekki fyrr en eftir nokkurra tíma dvöl í hollenskum fangaklefa sem olli því að henni tókst ekki að komast til Manchester í tæka tíð til að halda tónleikana. Tónleikarnir áttu samkvæmt áætlun að hefjast klukkan hálftíu í gærkvöldi að staðartíma í tónleikahöllinni Co-op Live. Um tuttugu þúsund aðdáendur voru staddir í höllinni, sem er jafnframt sú stærsta á Bretlandi, þegar tilkynnt var um aflýsingu tónleikanna. Tónleikagestir létu óánægju sína í ljós með miklu púi, að sögn Guardian. Hún biður aðdáendur sína innilega og hjartanlega afsökunar í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlinum X. Thank you to everyone who prayed for me today. May God cover you & all that is connected to you. May you be blessed beyond your imagination. Barbz, I’m @ the stock exchange hotel in #Manchester I arrived a little over an hour ago.After sitting in a jail cell for 5-6 hours, my…— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) May 26, 2024 „Þeim lukkaðist áætlun sín að leyfa mér ekki að koma fram í kvöld,“ skrifar stjarnan án þess að taka fram hvern hún er að ásaka um gjörninginn beinum orðum. „Ég bið ykkur innilega og hjartanlega afsökunar. Þeir vissu nákvæmlega hvernig þeir gætu meitt mig í dag en þetta líður hjá, eins og allt annað,“ skrifar hún þá. Hún segir að tónleikunum sem áttu að fara fram í gær verði fundin ný dagsetning og lofaði miðahöfum „aukabónus“ vegna atviksins.
Tónlist Hollywood Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira