Í djúpneti íslenskra stjórnmála Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2024 13:30 Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vegagerð Matvælaframleiðsla Magnús Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu. Í því er almannahagsmunum, náttúrunni og vistkerfinu öllu fórnað fyrir hagsmuni nokkurra eldisfyrirtækja. Strandsvæðaskipulagið og siglingaöryggi Strandsvæðakipulagsvinnan tók fjögur ár og átti að taka á villta vestrinu í sjókvíaeldinu. Raunin varð önnur því ekkert var gert með hvíta ljósgeira vita og þar með siglingaöryggi sjófarenda í skipulagsvinnunni. Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson samþykkti Strandsvæðaskipulagið með um 75% svæða í hvítum ljósgeirum vita eða hefðbundnum siglingaleiðum. Ég man ekki eftir athugasemdum frá SFS hvað varðandi öryggi sjófarenda. Ráðherrar og ríkisstjórnir hafa unnið ötullega við að koma fyrir nýju sjókvíaeldi, sem brýtur á vitalögum. Vegagerðin, Samgöngustofa og Landhelgisgæslan unnu og gáfu út fyrsta áhættumat siglinga við Ísland. Það voru sex áhættumöt fyrir Djúpið. Hér eru myndir úr þrem þeirra með skýringum, og upphafsorð úr niðurstöðum Vegagerðarinnar um þau. Óshlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Óshlíð, þar sem það liggur alfarið innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita, Arnarnesvita og Æðeyjarvita. Arnarnes : Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Arnarnesi eins og það er skilgreint, þar sem stærstur hluti þess er innan hvíts ljósgeira frá Æðeyjarvita. Vitinn er leiðarmerki inn Ísafjarðardjúp og gefur sjófarendum sem koma út úr Skutulsfirði til kynna að óhætt sé að beygja til austurs fyrir Arnarnesið. Eyjahlíð: Niðurstaða áhættumatsins er að ekki sé ásættanlegt með tilliti til siglingaöryggis að leyfa fiskeldi á svæðinu Eyjahlíð, þar sem það liggur innan hvítra ljósgeira frá Óshólavita og Æðeyjarvita. Þarna hefði Vegagerðin átt að taka afgerandi afstöðu með vísun í 4. grein vitalaga. „Óheimilt er að byggja hús eða mannvirki sem skyggt gætu á leiðarmerki frá sjónum á þeim boga sjóndeildarhringsins þar sem því er ætlað að þjóna sjófarendum, og hæfilega langt til beggja handa. Getur [Vegagerðin])látið rífa húsið eða mannvirkið á kostnað eiganda þess ef brotið er á móti þessu.Óheimilt er að setja upp ljós eða önnur merki sem kynnu að villa um fyrir sjófarendum“ Vegagerðin ber ábyrgð á vitalögunum, og hefði átt að láta Skipulagsstofnun vita að Strandsvæðaskipulagið í Djúpinu stæðist enga skoðun og draga ætti það til baka. Siglingaáhættumatið fór til MAST með þessum orðum „ … ekki ásættanlegt …“ en einhvern vegin tókst MAST að lesa það út að þarna mætti samt gefa út rekstrarleyfi, og það var gert 29. febrúar 2024. Þá sat Katrín Jakobsdóttir í stól matvælaráðherra. Hin svæðin þrjú, Kirkjusund, Drangsvík og Sandeyri eru öll inni í leiðarmerki Óshólavita. Eins og sést á myndunum er áhrifasvæði hans, sem er merkt appelsínugult, stórt og víðtækt. Samt er búið að gefa út rekstrar- , starfs- og byggingarleyfi í Sandeyri og seyði eru komin út. Í deilum um leyfi í Sandeyri gerði Ríkisvaldið allt fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið en vann gegn hagsmunum landeigenda, náttúrunnar og almennings. Ríkisstofnanir gera ekki lengur áhættumöt siglinga. Það var sett í hendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna að láta þau gera það fyrir sig. Tvö slík möt liggja fyrir á sunnanverðum Vestfjörðum og enn kemur í ljós að Strandsvæðaskipulagið stenst ekki. Þrátt fyrir það endurnýjar MAST tvö rekstrarleyfi á svæðinu. Annað þeirra er svæðið í Patreksfirði, þar sem stóra slysasleppingin var í ágúst 2023. Þá strax hefði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra átt að stöðva allar rekstrarleyfisveitingar frá MAST, meðan Hafrannsóknarstofnun, sem líka heyrir undir matvælaráðuneytið, vann að endurmati áhættumats erfðablöndunar. Það endurmat er enn ekki komið út. Félagar VÁ börðust hart fyrir því að siglingaáhættumat yfir hafnarsvæði Seyðisfjarðar lægi fyrir í Strandsvæðaskipulaginu. Vegagerðin lét VSÓ gera áhættumat siglinga með sjókvíaeldi í huga og þar kom í ljós að sjókvíaeldi og þröng siglingaleið um Seyðisfjörð fara alls ekki saman. Skipulagsstofnun ákvað samt að skila skipulaginu án áhættumats siglinga. Nú er það í höndum sjókvíaeldisfyrirtækisins að láta verkfræðistofu vinna áhættumat siglinga fyrir sig. Við bíðum eftir því að sjá hvernig verkfræðistofunni tekst að koma fyrir 36 kvíum á hafnarsvæði Seyðisfjarðar, án þess að það ógni siglingaöryggi í firðinum, þar sem skipaumferð er mikil. Djúpnetið Í allri baráttu gegn sjókvíaeldi síðustu ár liggur það alltaf betur og betur fyrir að í djúpneti stjórnmálanna er fyrir löngu búið að ákveða að laxeldið hafi forgang í íslenskum fjörðum. Þetta er byggt á lestri skjala og reynslu af ótal fundum síðustu mánuði með stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum. Því miður tekur stjórnsýslan hagsmuni sjókvíaeldisfyrirtækja fram yfir alla aðra hagsmuni. Rök og staðreyndir um óvandaða vinnu liggja víða fyrir. Gerum betur en gert hefur verið. Tökum höndum saman og stokkum öll spilin upp á nýtt, og gefum rétt fyrir framtíðina. Höfundur er félagi í VÁ – félags um vernd fjarðar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun