„Gerist ekki grátlegra“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:44 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, og Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari, fara yfir málin á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira