„Þetta er bara eins og að finna gull“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 11:42 Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára. Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Rannsóknarboranir höfðu verið í gangi í Tungudal langan tíma en heits vatns hefur verið leitað á svæðinu í áratugi. Elstu holurnar eru frá árinu 1963 og var farið í leitarátak undir lok síðustu aldar en án árangurs. Ísfirðingar búa við eitt hæsta húshitunarverð landsins og reiða margir sig á olíubrennslu til húshitunar. Vatnið er 55 gráðu heitt og fannst í 480 metra dýpt. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tíðindin vera stórkostleg. „Okkur er búið að gruna mjög lengi að það væri heitt vatn að finna í Tungudal og það er búið að bora talsvert en án árangurs. Það hafa samt verið vísbendingar þannig að Orkubúið hefur ekki gefist upp og það er svo sannarlega að skila sér núna þegar þeir duttu niður á heitavatnsæð í gær, þannig þetta eru stórkostlegar fréttir,“ segir Arna Lára. Á kortinu fyrir neðan má sjá svæðið þar sem heita vatnið fannst. Hún vonast eftir því að meira heitt vatn finnist en leit mun halda áfram. „Þetta ætti að duga til að hita hluta af bænum eftir því sem mér skilst. Það er til mikils að vinna enda erum að borga eitt hæsta verðið á landinu fyrir húshitun. Þannig það er mikils til þess unnið,“ segir Arna Lára. Hún segist ekki alltaf hafa verið vongóð. „Við höfum oft verið úrkula vonar um að þetta gæti gengið, það er búið að bora talsvert mikið. En það kom að því að við duttum í lukkupottinn. Þetta er bara eins og að finna gull,“ segir Arna Lára.
Ísafjarðarbær Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira