Innlent

Einn til við­bótar í gæslu­varð­hald en öðrum sleppt

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti.
Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir

Einn maður til viðbótar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á Suðurlandi á frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Öðrum einstaklingi hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi en hefur áfram stöðu sakbornings í málinu.

Mbl greindi fyrst frá því að annar hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Jón Gunn­ar Þór­halls­son­, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi staðfestir það í samtali við fréttastofu. 

Fjórir Íslend­ing­ar, karlmaður á áttræðisaldri, dóttur hans og tengdasonur um þrítugt auk bróður tengdasonarins sátu upphaflega í gæsluvarðhaldi vegna málsins en nú hefur tveimur verið sleppt úr haldi. Jón Gunnar vill ekki gefa upp hverjir það eru, né heldur hver tengsl þess sem bættist við eru. 

Kominn aftur til Íslands

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er með maltneskt ríkisfang. Samkvæmt heimildum fréttastofu bjó hann í bílskúr sem hann leigði af manni sen er einn af meintum gerendum í málinu. 

Hinum grunuðu er gefið að sök að hafa svipt manninn frelsi, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að brotaþolinn sé kominn aftur til Íslands. Jón Gunnar vill ekki staðfesta það og ber fyrir sig að hafa aldrei tjáð sig um hans hagi né hvar hann sé staddur.


Tengdar fréttir

Maðurinn ríkis­borgari Möltu

Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 

Sam­fé­lagið í á­falli vegna málsins

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×