Goðsögnin Bill Walton látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Bill varð tvívegis NBA-meistari. Ethan Miller/Getty Images William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024 Körfubolti NBA Andlát Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira
Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024
Körfubolti NBA Andlát Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjá meira