„Litla Edda öskrar inn í mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir afrekaði það sem engin íslensk þríþrautarkona eða þríþrautarkarl hafa náð. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira