Pólverjar víggirða landamærin í austri Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 10:44 Cezary Tomczyk, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Wieslaw Kukula, formaður herforingjaráðs Póllands, á blaðamannafundi í gær. AP/Czarek Sokolowski Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum. Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum.
Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32