Pólverjar víggirða landamærin í austri Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 10:44 Cezary Tomczyk, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Wieslaw Kukula, formaður herforingjaráðs Póllands, á blaðamannafundi í gær. AP/Czarek Sokolowski Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum. Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum.
Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32