Sker úr um hvort veitingamaður hafi mátt borga fyrir kókið Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 12:47 Hæstiréttur tekur málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarleyfisbeiðni Coca-Cola Europacific Partners Ísland ehf., CCEP, í máli þrotabús veitingamannsins Einars Sturlu Möinichen á hendur félaginu. Landsréttur taldi Einar Sturlu ekki hafa mátt greiða CCEP 29 milljóna króna viðskiptaskuldi korter í gjaldþrot. Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira. Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að þrotabú Einars Sturlu hafi höfðað málið og krafist riftunar greiðslu að fjárhæð rúmlega 29 milljóna króna af bankareikningi hans þann 1. nóvember 2019, sem innt var af hendi til CCEP. Borgaði feita skuld Landsréttur hafi talið að Einar Sturla hefði verið ógjaldfær þegar greiðslan var innt af hendi. Nokkru áður hefði hann ráðstafað stórum hluta eigna sinna annað, verið tekjulítill og nýtt fjármuni frá fyrirtæki sínu, sem einnig var ógjaldfært, til að gera upp við CCEP á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar sinnar. Skuldin hafi verið tilkomin vegna skuldar fyrirtækisins við CCEP. Ítarlega var fjallað um dóm Landsréttar í fréttinni hér að neðan: Engin dómaframkvæmd um skyldu til að kanna gjaldfærni Í ákvörðun Hæstaréttar segir að CCEP hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi en í því reyni á túlkun og beitingu greinar laga um gjaldþrotaskipt og fleira sem varðar heimild til riftunar á ráðstöfunum þrotamanns. Þá væru engin dæmi í dómaframkvæmd um sérstaka athafnaskyldu móttakanda greiðslu til að kanna stöðu þrotamanns við álíka aðstæður. Þessu til viðbótar reyni á réttmæti þess að innheimta skuld fyrirtækis hjá aðila sem gengist hafi undir sjálfskuldarábyrgð á greiðslu hennar. Slíkar ábyrgðir tíðkist í viðskiptum og miklu skipti að skýrt sé hvaða skyldur hvíli á skuldareiganda við álíka aðstæður. CCEP hafi einnig vísað til þess að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þess. Þá vísi félagið til þess að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng og að ekki hafi verið tekin fullnægjandi afstaða til málsástæðna í dómi Landsréttar. Í ákvörðunarorði segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi um skýringu fyrrgreindar greinar laga um gjaldþrotaskipti og fleira.
Dómsmál Gjaldþrot Veitingastaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira