Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 21:51 Formaður MÍr segir hóp fólks hafi ekki átt rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að. Vísir/Vilhelm Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til. Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is. Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson félagi í MÍR segir frá fundinum sem ekki varð í samtali við fréttastofu. Hann segir deilur hafa staðið um þetta félag og nýlega hafi síðasti aðalfundur þess, sem var haldinn árið 2022, verið dæmdur ólöglegur á þeim grundvelli að hann hafi ekki verið löglega boðaður. „Stóra deilan snýst um að sitjandi stjórn hafi viljað selja MÍR salinn á Hverfisgötu 105 og gagnrýnendur hennar vilja meina að stjórnin ætli að stinga peningunum í eigin vasa. Sem ég held að hafi aldrei staðið til,“ segir Vésteinn. Þetta rímar vel við þá umfjöllun sem Vísir hefur haldið uppi um mál stjórnar MÍR en þrír félagar félagsins, þar á meðal fyrrverandi formaður, hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunarinnar um að selja húsnæðið og stofna sjóð. Vegna þessa segir Vésteinn mikla tortryggni ríkja meðal félagsmanna, en hann segir málið flókið og viðkvæmt, en hann kveðst ekki vera í annarri hvorri fylkingu. Hann segir það flækja málið að nýlega sé búið að strika marga út af félagatalinu vegna þess að þeir hafi ekki borgað félagsgjöldin. Margir þeirra sem höfðu verið strikaðir út af félagatalinu hafi mætt að húsakynnum MÍR og ætlað á fundinn í dag en ekki verið hleypt inn. Fleiri hafi verið utan fundarins en innan. Þá hafi komið til líkamlegra stimpinga í dyrunum og lögregla verið kölluð til. Niðurstaðan hafi verið sú að lögregla hafi skipað öllum að yfirgefa húsakynnin og fyrirskipað að stjórn MÍR fresti fundinum. Vésteinn segist hafa rætt við marga sem voru viðstaddir stimpingarnar og það hafi verið mál flestra að setja þyrfti nefnd til að finna sátt í málinu. „Ég veit ekki hvað annað er hægt að gera til að félagið geti haldið áfram á friðsamlegan hátt,“ segir hann og málið sé erfitt vegna þess að miklar tilfinningar séu í spilinu. Stjórnin sitji hálflömuð Aðspurður um málið segir Einar Bragason formaður MÍR að fólk sem ætti ekki rétt á að sitja aðalfundinn hafi ruðst að og ætlað að vera inni á honum. Fólkið, sem hefði borið það fyrir sig að hafa greitt félagsgjald, hafi ekki formlega sótt um inngöngu í félagið. „Það bara er ekki svoleiðis. Þú þarft að sækja um og fá samþykki stjórnar til inngöngu. Það þarf að bera inngöngubeiðnir undir stjórn. Ekkert af þessu fólki hafði gert það,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir stjórnina sitja hálflamaða í kjölfar þess að síðasti aðalfundur var dæmdur ólöglegur. Til að geta haldið áfram starfseminni þurfi stjórnin að halda aðalfund. Því verði nýr fundur boðaður innan tíðar. Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.
Félagasamtök Rússland Menning Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01
Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00