Úlfarnir foruðust sópinn og Kyrie mistókst í fyrsta sinn að klára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 07:21 Anthony Edwards skorar eina af körfum sínum með tilþrifum en leikmenn Dallas Mavericks ná ekki að stoppa hann þrátt fyrir góða tilraun. AP/Julio Cortez Minnesota Timberwolves er á lífi í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Dallas menn voru með sópinn á lofti gátu tryggt sér sæti í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Nú þurfa þeir að fara aftur til Minnesota fyrir leik fimm á fimmtudaginn. Minnesota vann leikinn 105-100 og munaði þar miklu um mun betri leik hjá Karl-Anthony Towns en í fyrri leikjum einvígisins. Ant and KAT lead the way on the road to force a Game 5 back in Minnesota! 🐺🐺Edwards: 29 PTS, 10 REB, 9 ASTTowns: 25 PTS (9-13 FGM), 5 REB, 4 3PM Game 5 tips Thursday at 8:30pm/et on TNT 🍿 pic.twitter.com/1Akarqib5l— NBA (@NBA) May 29, 2024 Towns skoraði 20 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik. Hann hitti aðeins úr tuttugu prósent skota sinna í fyrstu þremur leikjunum en nýtti 9 af 13 skotum sínum í nótt þar af 4 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Ég hugsaði bara um að mæta agressífur til leiks. Þetta var ekki tími til að efast um sjálfan sig. Leikur fjögur, 3-0 undir. Burtu með allar efasemdir,“ sagði Towns. Anthony Edwards var líka mjög góður og aðeins einni stoðsendingu frá þrennunni með 29 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Luka Doncic var vissulega með þrennu, 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar en hvorki hann né Kyrie Irving hittu vel. Saman settu þeir aðeins 13 af 39 skotum sínum í körfuna. Irving klúðraði líka fullkomnu sigurhlutfalli sínu við þessar aðstæður. Hann hafði fyrir leikinn unnið alla fjórtán leikina þar sem hann gat tryggt sér sigur í einvígi. Nú er hann 14-1. „Þessi leikur skrifast á mig. Ég kom ekki með nógu mikla orku. Þeir náðu að vinna einn leik. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að þeim næsta,“ sagði Doncic sem hitti aðeins úr 7 af 21 skoti í leiknum en náði sinni sjöttu þrennu í þessari úrslitakeppni. "He played exceptionally well... he came through big time, he's the reason we won tonight"Ant with high praise for KAT, who dropped 25 and hit big shots in the 4th 🙌 pic.twitter.com/WFekojw7FB— NBA (@NBA) May 29, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum