Níu krefjast þess að vera öll saman í sjónvarpsþætti Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 15:32 Allir frambjóðendur, ef frá eru talin þau Baldur, Jón og Katrín, hafa ritað Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra, og stjórn RUV ohf, bréf þar sem þau krefjast þess í nafni lýðræðisins að þau verði öll saman í lokaþætti fyrir kosningar. Mjög brenglað sé að miða við skoðanakannanir í þessu sambandi. Níu forsetaframbjóðendur, allir að frátöldum Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir, hafa ritað opið bréf til útvarpsstjóra og stjórnar þar sem krefjast þess að allir frambjóðendur komi saman í einum og sama þættinum degi fyrir kosningar. Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu. Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta eru þau Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Eiríkur Ingi Jóhannesson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason. Bréfið stíla þau á Stefán Eiríksson Útvarpsstjóra og stjórn RUV ohf. „Við undirrituð förum þess á leit við Ríkisútvarpið Ohf. að síðari kappræður vegna Forsetakosninga 2024 sem fyrirhugaðar eru þann 31.05 2024 verði með sama sniði og fyrri kappræðurnar sem fóru fram þann 3.mai síðastliðinn. Það er að allir frambjóðendur komi fram samtímis í einum þætti,“ segir í bréfi þeirra. Þá er tíundað að mikil og almenn ánægja hafi verið með útsendingu RUV á fyrri kappræðum og þá góðu yfirsýn sem kjósendur fengu með því fyrirkomulagi að hafa alla frambjóðendur saman. Verði ekki fallist á þá „lýðræðislegu kröfu að hafa þáttinn með sama sniði og síðast þá væri hægt að koma til móts við hugmynd RUV um tvo þætti með þeim hætti að varpa hlutkesti um það hverjir frambjóðenda raðast í hvorn þátt undir eftirliti umboðsmanna allra framboðanna. Það væri lýðræðislegt og heiðarlegt.“ Þá víkja bréfritarar að því að skoðanakannanir taki aðeins til brotabrots af kosningabæru fólki á Íslandi og ef litið sé til úrslita í síðustu forsetakosningum, þar sem úrslit voru á skjön við niðurstöður kannana, megi ljóst vera að ekki sé lýðræðislegt að skoðanakannanir séu grundvöllur ákvarðanatöku Ríkisútvarpsins. „Við skulum heldur líta til þeirra þjóða sem stöðva birtingu skoðanakannana vikum fyrir kosningar af augljósum lýðræðisástæðum svo kjósendur geti fengið næði og ráðrúm til að mynda sér skoðanir án íhlutunar einkafyrirtækja.“ Og undir rita sem sagt þrír fjórðu frambjóðenda sem gera þá kröfu að vilji þeirra verði virtur samkvæmt ofangreindu.
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira