Ríkisútvarpið í klemmu vegna kröfugerðar Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 16:36 Heiðar Örn ásamt Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur. Komin er upp mikill urgur meðal forsetaframbjóðenda sem telja óásættanlegt að vera skipað í A- og B-lið í samræmi við niðurstöður úr skoðanakönnunum. Rætt verður við útvarpsstjóra við fyrsta tækifæri, um hvernig bregðast skuli við. RÚV – Birgir Þór Harðarson Krafa níu af tólf forsetaframbjóðendum hafa sett Ríkisútvarpið í klemmu. Stofnunin hefur sent frambjóðendunum bréf þar sem reynt er að milda þeirra grama geð. „Nja, þetta er sá rökstuðningur sem við höfum stuðst við hingað til. Það hefur ekki verið tekin afstaða til bréfsins sem barst í dag,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í bréfinu sem um ræðir er hnykkt á því að reglur RÚV um kosningaumfjöllun, sem birtar voru 12. apríl, væru á þá leið að stofnunin áskildi sér rétt til að takmarka fjölda frambjóðenda sem mættust hverju sinni í umræðuþáttum. „Það er ekki nýtt að RÚV sjái ástæðu til að skipta upp síðari umræðuþætti fyrir kosningar með einhverju móti. Sem áður segir var þetta gert með áþekkum hætti fyrir forsetakosningarnar 2016.“ Ýmsar eftirlitsstofnanir fjallað um málið Þá segir að fyrir Alþingiskosningar sama ár var í fyrri hlutanum rætt við forystumenn þeirra sjö framboða sem mældust með yfir 5 prósenta fylgi, og í þeim seinni við forystumenn þeirra sem mældust undir 5 prósent fylgi. Fyrir þingkosningar 2013 var leiðtogaumræðum skipt eftir því hvort flokkar buðu fram í öllum kjördæmum eða ekki. „Skipting af þessu tagi á sér mörg fordæmi í nágrannalöndum okkar, og jafnvel að einungis þeim framboðum sem mælast yfir tilteknum þröskuldi sé boðin þátttaka.“ Þá er vitnað til öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem fylgist með framkvæmd kosninga hér á landi, hefur engar athugasemdir gert við þetta. „Þvert á móti var sérstaklega fjallað um það í skýrslu ÖSE eftir alþingiskosningarnar 2013, að of fjölmennir umræðuþættir hefðu þótt til vansa. Þá voru fjölmennustu umræðuþættir í sjónvarpi með níu flokksleiðtogum: „Jafnframt gagnrýndu nokkrir viðmælendur úttektarnefndar ÖSE/ODIHR skipulag umræðuþátta sem þeir töldu ekki vera áhugaverða fyrir áhorfendur og ekki gefa þeim kost á að bera frambjóðendur saman því of margir tóku þátt í hverjum þætti.“ RÚV reynir að gæta jafnræðis í hvívetna ÖSE hefur auk þess a.m.k. í tvígang í skýrslum sínum síðan fjallað um þann kost – athugasemdalaust – að umræðuþáttum sé skipt upp á grundvelli kannana.“ Einnig er í bréfinu vakin athygli á skýrslu sem unnin var í aðdraganda kosninga til Alþingis 2017 og jafnframt fyrir þingkosningar 2021. Þá er nefnd handbók Evrópuráðsins frá 1999 um fjölmiðla og kosningar þar sem viðurkennt er að skipta megi umræðuþáttum upp á grundvelli áreiðanlegra skoðanakannana. Fjallað var um skiptingu í umræðuþætti fyrir forsetakosningarnar 2016 í skýrslu Fjölmiðlanefndar um mat á almannaþjónustuhlutverki RÚV sama ár. „Í skýrslunni kom einnig fram að kvörtun hefði borist vegna fyrirkomulagsins: „Frambjóðandinn Ástþór Magnússon kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna fyrirkomulags á kosningaumfjöllun Ríkissjónvarpsins, nánar tiltekið því fyrirkomulagi að raða frambjóðendum í umræðuþátt, sem sendur var út 24. júní 2016, eftir gengi þeirra í skoðanakönnunum. Fjölmiðlanefnd taldi ekki tilefni til að taka málið til efnislegrar meðferðar, þar sem tilhögun kosningaumfjöllunar Ríkisútvarpsins og framkvæmd þeirrar skoðanakönnunar, sem valið byggðist á, hafi að mati nefndarinnar samræmst ákvæðum laga um Ríkisútvarpið um hlutlægni, jafnræði og fagleg vinnubrögð.“ Taka líklega samtal við útvarpsstjóra í kvöld eða fyrramálið Þá segir í bréfinu að kvöldið fyrir kjördag munu frambjóðendur hafa haft nær fulla kosningabaráttu til að ná eyrum þjóðarinnar og kappræðurnar eru þar lokahnykkurinn. Heiðar Örn segir stjórn ekki hafa neitt með þetta mál að gera en rætt verið við útvarpsstjóra annað hvort í kvöld eða í bítið á morgun.RÚV „Okkur finnst mikilvægt, með hliðsjón af öllu ofangreindu, að áhorfendur geti sem best borið saman þá frambjóðendur sem njóta stuðnings yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Eftir sem áður verður gætt að því að allir frambjóðendur hafi sem jafnastan tíma til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“ Heiðar Örn segir ekki hægt að svara til um það nákvæmlega hvenær afstaða verði tekin til þess erindis sem rakið er í bréfi þeirra níu af tólf sem krefjast þess að þau verið öll í einum og sama sjónvarpsþættinum, að öðrum kosti verði dregið um hverjir lendi saman en ekki miðað við skoðanakannanir. „Þetta er stílað á stjórn og útvarpsstjóra. Stjórnin hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera, frekar en aðrar dagskrártengdar ákvarðanir. Ég veit að Stefán er fastur á fundi og verður það eitthvað áfram. Ætli við tökum ekki samtal við hann í kvöld eða í fyrramálið.“ Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Nja, þetta er sá rökstuðningur sem við höfum stuðst við hingað til. Það hefur ekki verið tekin afstaða til bréfsins sem barst í dag,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í bréfinu sem um ræðir er hnykkt á því að reglur RÚV um kosningaumfjöllun, sem birtar voru 12. apríl, væru á þá leið að stofnunin áskildi sér rétt til að takmarka fjölda frambjóðenda sem mættust hverju sinni í umræðuþáttum. „Það er ekki nýtt að RÚV sjái ástæðu til að skipta upp síðari umræðuþætti fyrir kosningar með einhverju móti. Sem áður segir var þetta gert með áþekkum hætti fyrir forsetakosningarnar 2016.“ Ýmsar eftirlitsstofnanir fjallað um málið Þá segir að fyrir Alþingiskosningar sama ár var í fyrri hlutanum rætt við forystumenn þeirra sjö framboða sem mældust með yfir 5 prósenta fylgi, og í þeim seinni við forystumenn þeirra sem mældust undir 5 prósent fylgi. Fyrir þingkosningar 2013 var leiðtogaumræðum skipt eftir því hvort flokkar buðu fram í öllum kjördæmum eða ekki. „Skipting af þessu tagi á sér mörg fordæmi í nágrannalöndum okkar, og jafnvel að einungis þeim framboðum sem mælast yfir tilteknum þröskuldi sé boðin þátttaka.“ Þá er vitnað til öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem fylgist með framkvæmd kosninga hér á landi, hefur engar athugasemdir gert við þetta. „Þvert á móti var sérstaklega fjallað um það í skýrslu ÖSE eftir alþingiskosningarnar 2013, að of fjölmennir umræðuþættir hefðu þótt til vansa. Þá voru fjölmennustu umræðuþættir í sjónvarpi með níu flokksleiðtogum: „Jafnframt gagnrýndu nokkrir viðmælendur úttektarnefndar ÖSE/ODIHR skipulag umræðuþátta sem þeir töldu ekki vera áhugaverða fyrir áhorfendur og ekki gefa þeim kost á að bera frambjóðendur saman því of margir tóku þátt í hverjum þætti.“ RÚV reynir að gæta jafnræðis í hvívetna ÖSE hefur auk þess a.m.k. í tvígang í skýrslum sínum síðan fjallað um þann kost – athugasemdalaust – að umræðuþáttum sé skipt upp á grundvelli kannana.“ Einnig er í bréfinu vakin athygli á skýrslu sem unnin var í aðdraganda kosninga til Alþingis 2017 og jafnframt fyrir þingkosningar 2021. Þá er nefnd handbók Evrópuráðsins frá 1999 um fjölmiðla og kosningar þar sem viðurkennt er að skipta megi umræðuþáttum upp á grundvelli áreiðanlegra skoðanakannana. Fjallað var um skiptingu í umræðuþætti fyrir forsetakosningarnar 2016 í skýrslu Fjölmiðlanefndar um mat á almannaþjónustuhlutverki RÚV sama ár. „Í skýrslunni kom einnig fram að kvörtun hefði borist vegna fyrirkomulagsins: „Frambjóðandinn Ástþór Magnússon kvartaði til fjölmiðlanefndar vegna fyrirkomulags á kosningaumfjöllun Ríkissjónvarpsins, nánar tiltekið því fyrirkomulagi að raða frambjóðendum í umræðuþátt, sem sendur var út 24. júní 2016, eftir gengi þeirra í skoðanakönnunum. Fjölmiðlanefnd taldi ekki tilefni til að taka málið til efnislegrar meðferðar, þar sem tilhögun kosningaumfjöllunar Ríkisútvarpsins og framkvæmd þeirrar skoðanakönnunar, sem valið byggðist á, hafi að mati nefndarinnar samræmst ákvæðum laga um Ríkisútvarpið um hlutlægni, jafnræði og fagleg vinnubrögð.“ Taka líklega samtal við útvarpsstjóra í kvöld eða fyrramálið Þá segir í bréfinu að kvöldið fyrir kjördag munu frambjóðendur hafa haft nær fulla kosningabaráttu til að ná eyrum þjóðarinnar og kappræðurnar eru þar lokahnykkurinn. Heiðar Örn segir stjórn ekki hafa neitt með þetta mál að gera en rætt verið við útvarpsstjóra annað hvort í kvöld eða í bítið á morgun.RÚV „Okkur finnst mikilvægt, með hliðsjón af öllu ofangreindu, að áhorfendur geti sem best borið saman þá frambjóðendur sem njóta stuðnings yfirgnæfandi meirihluta kjósenda. Eftir sem áður verður gætt að því að allir frambjóðendur hafi sem jafnastan tíma til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.“ Heiðar Örn segir ekki hægt að svara til um það nákvæmlega hvenær afstaða verði tekin til þess erindis sem rakið er í bréfi þeirra níu af tólf sem krefjast þess að þau verið öll í einum og sama sjónvarpsþættinum, að öðrum kosti verði dregið um hverjir lendi saman en ekki miðað við skoðanakannanir. „Þetta er stílað á stjórn og útvarpsstjóra. Stjórnin hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera, frekar en aðrar dagskrártengdar ákvarðanir. Ég veit að Stefán er fastur á fundi og verður það eitthvað áfram. Ætli við tökum ekki samtal við hann í kvöld eða í fyrramálið.“
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira