„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:25 Gunnar Magnússon sagði að Mosfellingar hefðu ekki fundið lausnir til að verjast Aroni Pálmarssyni. vísir/diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. „Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
„Þetta var svekkjandi, okkar lélegasti leikur í þessari í seríu. Mér fannst við spila frábærlega í fyrstu þremur leikjunum og raun og veru var svekkelsið að vera 2-1 undir eftir þessa þrjá leiki, þar fer þetta í rauninni. Að mínu mati erum við klaufar að vera ekki yfir í þessari seríu.“ „Engu að síður er munurinn í þessu er Aron Pálmarsson. Við náðum ekki að stoppa hann, við prófuðum allan fjandann og milli leikja breyttum við ýmsu en á endanum náðum ekki að stoppa hann. Hann er bara svindkall í þessari deild. Það er munurinn á liðunum kvöld,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Afturelding tapaði á dramatískan hátt með einu marki á móti FH á sunnudaginn síðasta og var 2-1 undir í einvíginu fyrir leikinn í kvöld. Munurinn var þó meiri milli liðanna í kvöld. „Við erum með bæði leik tvö og þrjú, allavega leik þrjú og erum við með stöður til að vinna þetta. Svekkjandi að klára þetta ekki og hefði verið mikilvægt að ná frumkvæðinu þar. Það er stór þáttur í þessu. Í dag var þetta ekki okkar leikur, vorum ekki góðir og FH-ingar voru bara miklu betri en við í dag. Svekkelsið er bara að vera 2-1 yfir fyrir leikinn í kvöld,“ bætti Gunnar við. Gunnar er þó sáttur með spilamennskuna í úrslitakeppninni fyrir utan frammistöðuna í dag. „Margir af okkar lykilleikmenn náðu sér ekki á strik í dag. Það voru margir ‚off' í dag einhvern veginn og kannski brotnuðum við bara á endanum, ég veit það ekki. Þeir gengu á lagið og margir hjá okkur sem voru ekki góðir. Hittum ekki á góðan dag miðað hvað við erum búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni hingað til. Slógum út sterkt lið Vals og spiluðum fyrstu þrjá leikina á móti FH frábærlega. Þannig ég er ánægður með spilamennskuna í úrslitakeppninni.“ Þjálfarinn lítur brattur fram á veginn þrátt fyrir að hafa ekki náð að taka stóra titilinn heim í Mosfellsbæinn þetta tímabilið. „Við vorum í öðru sæti í meistaraflokki, Íslandsmeistarar í 3. flokki þannig ég er stoltur af félaginu og við erum að gera eitthvað rétt hérna í Mosfellsbænum. Auðvitað svíður þetta bara að hafa ekki nýtt síðustu leiki betur.“ „Það verða breytingar. Fáum inn fjóra nýja leikmenn og við erum hvergi nærri hættir. Við höfum stimplað okkur í toppbaráttuna, bikarmeistarar í fyrra og öðru sæti núna og sömuleiðis mjög efnilegir strákar að koma upp. Við verðum með topplið á næsta ári, það er 100%,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira