„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:51 Ásbjörn Friðriksson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, með þrettán ára millibili. vísir/diego Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. „Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip. Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip.
Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn