„Óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:59 Halldór Árnason á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego „Ég er bara mjög stoltur af frammistöðunni og því sem menn lögðu í leikinn,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld. „Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
„Það var alvöru hjarta og barátta og trú og hugrekki í þessu. Þetta er bara mjög óverðskuldað stig sem Víkingar fara með af Kópavogsvelli í kvöld.“ Hann segir einnig að það hafi eðlilega verið súrt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. „Ég er aðallega ósáttur með það að allar þeirra aðgerðir alveg þangað til í uppbótartíma voru mjög þvingaðar og mikið af löngum boltum sem við ráðum vel við. Við föllum bara of neðarlega í blálokin og þá er auðvitað hætta á að þetta gerist.“ „Við buðum svolítið hættunni heim en það er ekkert óeðlilegt við það að Víkingur fái eitt færi á 90 mínútum. Því miður kom það í blálokun og þeir nýttu það.“ Hann segist þó vera ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við hafa góða stjórn á öllum okkar aðgerðum bæði sóknar- og varnarlega á meðan mér fannst þeirra aðgerðir allar vera þvingaðar. Þeir fóru í hluti sem þeim leið illa með og skiluðu litlu fyrir þá.“ „Heilt yfir spiluðum við góðan leik.“ Þó er alltaf eitthvað sem má bæta. „Sóknarlega vorum við kannski stundum að gefa boltann og fljótt eða klaufalega frá okkur. Þeir eru mjög aggressívir og spila hátt. Við fengum góðar stöður til að fara í gegn.“ „Kannski gátum við farið aðeins meira innfyrir þá, en ég tel allavega að frammistaðan hafi verið þannig að hún verðskuldaði meira en eitt stig.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn