Hinn sautján ára gamli Littler vann úrvalsdeildina í pílu á dögunum en hann sló fyrst í gegn með því að komast í úrslitaleikinn á heimsmeistaramótinu í desember.
Luke Littler wasn't messing about ⚡ pic.twitter.com/TcTYD5W4Wd
— BBC Sport (@BBCSport) June 1, 2024
Littler mætti sjóðandi heitur til Bandaríkjanna og fór afar létt með Matt Campbell, sem er besti kanadíski pílukastarinn.
Littler vann leikinn 6-0 og það tók hann aðeins níu mínútur og 52 sekúndur að klára leikinn. Hann var með meðalskor upp á 103.66.
Keppnin fór fram í Madison Square Garden og var hans fyrsta síðan hann vann úrvalsdeildartitilinn í London 23. maí síðastliðinn. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem hann keppir í Bandaríkjunum og það er óhætt að segja að bandarískt píluáhugafólk hafi fengið flott fyrstu kynni af þessum frábæra pílukastara.
„Ég gat ekki beðið eftir að komast upp á sviðið í kvöld. Mér leið mjög þægilega og allt gekk upp. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur á morgun“ sagði Luke Littler sem mætir Jeff Smith í dag. Smith vann sinn leik á móti Michael Smith 6-1.
LITTLER OBLITERATES CAMPBELL! ☢️
— PDC Darts (@OfficialPDC) June 1, 2024
Luke Littler beats Matt Campbell 6-0 in under ten minutes! 🤯
A 103.66 average from The Nuke! 👏
📺 https://t.co/JqDVmWfQC5#USDarts | R1 pic.twitter.com/dCnNwV3DTC