Innlent

Fékk „gríðar­lega góð“ við­brögð eftir kappræðurnar

Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Baldur ræddi við fréttastofu.
Baldur ræddi við fréttastofu.

„Það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að breyta heiminum, en við getum það í dag.“ Þetta sagði Baldur Þórhallsson í samtali við fréttastofu þegar komið var að því að kjósa forseta í Hagaskóla.

Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og verða opnir til klukkan 22. Flestir frambjóðenda kjósa í Hagaskóla, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, Ástþór Magnússon og Baldur. Hann mætti ásamt eiginmanni sínum Felix Bergssyni og fríðu föruneyti.

Fjölskyldan mætti í fullum skrúða.vísir/Anton Brink

Allt á hreinu í Hagaskóla.vísir/Anton Brink

Baldur er þakklátur sjálfboðaliðum og segist hafa eignast marga vini í baráttunni. 

„Við ætlum að verja deginum á kosningamiðstöðinni, við höldum áfram að hringja í kjósendur. Við höldum áfram að hringja í kjósendur og verðum að vinna fram að síðustu mínútu, klukkan tíu.

Mig langar bara að hvetja kjósendur til þess að nýta kosningaréttinn, því það er ekki sjálfgefið að búa í lýðræðisríki og það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að breyta heiminum en við getum það í dag.“

Hann kveðst bjartsýnn fyrir kvöldinu. 

Það er stemning í okkar hópi, við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð eftir kappræðurnar á Stöð 2 og Rúv í gærkvöldi. Þannig ég bíð bara spenntur eftir fyrstu tölum.“

Hann ætlar að fá sér „rólegan kaffibolla úti í garði“ á morgun, sama hvernig fer í kvöld.

Fylgst er með öllum nýjustu tíðindum frá kjördegi í vaktinni hér á Vísi:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×