Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:30 Magnús Dagur Ásbjörnsson hefur aldrei þorað að mæta á úrslitaleik í Meistaradeildinni því liðið hefur alltaf unnið þegar hann er heima í sófa. Hann sá því aldrei Cristiano Ronaldo leiða liðið til sigurs. S2 Sport/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn