Innlent

Katrín sér ekki eftir fram­boði sínu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín faðmar stuðningsfólk að sér við komuna á kosningavökuna á Grand hóteli.
Katrín faðmar stuðningsfólk að sér við komuna á kosningavökuna á Grand hóteli. Vísir/Anton Brink

Katrín Jakobsdóttir segir niðurstöður í fyrstu tölum ekki svo fjarri því sem bent hafi til í síðustu skoðanakönnunum, þó fylgi Höllu Tómasdóttur komi á óvart.

„Sem segir manni að það hefur mikið gerst og miklar sviptingar á síðustu dögum. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir þann meðbyr sem ég hef fundið fyrir í baráttunni. Mér finnst þetta hafa verið einstaklega mikið ævintýri, ég er rosalega sátt við baráttuna.“

Katrín segir ekki þýða að velta því fyrir sér að lágt fylgi hennar sé mögulega vegna þess að margir hafi verið henni reiðir fyrir að yfirgefa forsætisráðuneytið með þessum hætti.

Steingrímur J. Sigfússon ræðir við Katrínu Jakobsdóttur.Vísir/Anton Brink

„Þeir sem voru ósáttastir við að ég fór voru ósáttastir við að ég var. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók, ég sé ekki eftir henni, ég hefði séð miklu meira efitr því að hafa ekki gert þetta, svo að ég er bara sátt.“

Katrín og Höllurnar tvær ræddu stöðuna í myndveri Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Kosningasjónvarp Stöðvar 2

Kosningasjónvarp Stöðvar 2 í opinni dagskrá og beinni útsendingu er staðurinn til að fylgjast með nýjustu tölum, heimsækja skemmtilegustu partýin og veita áhorfendum allar nauðsynlegar upplýsingar á spennandi kosningakvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×