Ráðherrar hafa áhyggjur af valdbeitingu Tómas Ingvason skrifar 2. júní 2024 13:31 Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun