Elías Már og félagar upp í efstu deild eftir ótrúlega dramatík Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júní 2024 17:59 Elías Már Ómarsson og NAC Breda tryggðu sæti sitt í efstu deild Hollands á næsta tímabili. Vísir/Getty Elías Már Ómarsson og liðsfélagar hans í NAC Breda tryggðu sér í dag sæti í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 4-1 tap gegn Excelsior í seinni umspilsleik liðanna um sæti í efstu deild. Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi. Hollenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Saga NAC Breda í umspilinu er hálf ótrúleg. Liðið hafnaði í 8. sæti næst efstu deildar og rétt tryggði sér þar með sæti í umspilinu á markatölu. Þar byrjaði liðið á að leggja bæði Roda JC og FC Emmen að velli en þau enduðu ofar en NAC Breda í töflunni. Þessir sigrar þýddu að liðið var komið í úrslitaeinvígi gegn Excelsior sem hafnaði í þriðja neðsta sæti efstu deildar en Elías Már lék með Excelsior á árunum 2018-2021 og skoraði 41 mark í 88 leikjum fyrir félagið. Í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn skoraði Elías Már tvö mörk þegar NAC Breda vann 6-2 stórsigur á sínum heimavelli og virtist vera komið með annan fótinn upp í efstu deild. Svo var aldeilis ekki. Excelsior komst í 3-0 í fyrri hálfleik í leik dagsins og náði síðan 4-0 forystu á 50. mínútu leiksins. Leikar þar með hnífjafnir. Casper Staring skoraði hins vegar fyrir NAC Breda á 59. mínútu og minnkaði muninn í 4-1. NAC Breda var komið með 7-6 forystu samtals og spennan gífurleg. Heimamenn í Excelsior pressuðu gríðarlega undir lok leiksins og Elías Már og félagar í nauðvörn síðustu mínúturnar. Heimaliðinu tókst þó ekki að skora og leikmenn NAC Breda fögnuðu gríðarlega í leikslok ásamt stuðningsmönnum sínum. Elías Már hefur leikið með NAC Breda síðan í janúar á síðasta ári en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið í deildakeppninni eftir að hafa misst af upphafi mótsins vegna meiðsla. Vernederd, uitgelachen, afgeschreven..𝐆𝐄𝐏𝐑𝐎𝐌𝐎𝐕𝐄𝐄𝐑𝐃Wij zijn NAC!#NACpraat pic.twitter.com/HQuYrbvEIe— NAC Breda 💛🖤 (@NACnl) June 2, 2024 NAC Breda leikur þar með í Eredivise á næstu leiktíð og verður forvitnilegt að sjá Elías Má í deild þeirra bestu í Hollandi.
Hollenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira